Í dag starfa um 480 manns frá 48 þjóðernum hjá IKEA á Íslandi, í lifandi alþjóðlegu umhverfi. Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“.

Fjölbreytni er lykill að velgengni. Hjá IKEA fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem allir eru velkomnir, virtir, studdir og vel metnir, sama hverjir þeir eru eða hvaðan þeir koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga gerir IKEA betri.

IKEA á Íslandi

Rekstur IKEA hér á landi hófst árið 1981. Fyrsta verslunin opnaði í litlu rými á efri hæð Hagkaupa í Skeifunni en fluttist nokkrum árum síðar undir Hús verslunarinnar gegnt Kringlunni. Árið 1994 fluttist IKEA svo í Holtagarða þar sem hún var allt til ársins 2006 þegar hún fluttist í Kauptún þar sem hún stendur enn í dag.

Kynntu þér sögu IKEA nánar hér

Atvinna

Stuðlað er að lifandi og notalegu starfsumhverfi þar sem jákvæðni er höfð að leiðarljósi, gagnkvæmur sveigjanleiki er virtur og fagleg stjórnun er einkennandi.

Ef þú hefur náð 18 ára aldri, þykir starfsemi IKEA spennandi og ert jákvæður og metnaðarfullur einstaklingur, fylltu þá endilega út umsókn.

 

Fríðindi

IKEA á Íslandi býður starfsfólki sínu niðurgreiddan heilsusamlegan mat með vegan valkosti og salatbar, einnig eru fríir ávextir og hafragrautur alla daga. Starfsfólk fær að auki afslátt af IKEA vörum.
Starfsfólki IKEA á Íslandi stendur til boða styrkur gegn því að nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu. 
Þar að auki í boði heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila og hressandi morgunleikfimi tvisvar í viku.
Ýmsir viðburðir eru haldnir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðir. Að auki er aðgengi að sumarbústað til einkanota.



Laus störf hjá IKEA

Starfsþróun

Hér í IKEA leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti á vinnustað og teljum sveigjanleika í starfi og samræmi milli vinnu og einkalífs vera mikilvægan þátt í starfsánægju.

Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.

IKEA stuðlar að símenntun og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni með ýmsum námskeiðum einnig getur starfsfólk sótt um námsstyrk í fræðslusjóð IKEA.

 



Laus störf hjá IKEA

Jafnlaunastefna IKEA

Markmið jafnlaunastefnu IKEA á Íslandi er að tryggja launajafnrétti innan fyrirtækisins fyrir tilstillan jafnlaunakerfis. IKEA á Íslandi skuldbindur sig til að greiða jöfn laun og sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu og jafnverðmæt störf óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum. Jafnlaunastefnan og framkvæmd hennar er hluti af jafnréttisáætlun fyrirtækisins. Allir stjórnendur fyrirtækisins skuldbinda sig að framfylgja henni en endanleg ábyrgð liggur hjá mannauðsstjóra fyrirtækisins. Jafnlaunastefnan er unnin samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85 og fylgir viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.

IKEA á Íslandi skuldbindur sig til að:

  • Viðhalda og skjalfesta vottuðu jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85

  • Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem í gildi eru og áhrif hafa á jafnlaunakerfið og staðfesta árlega að þeim sé hlítt

  • Framkvæma launagreiningu árlega þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf

  • Bregðast við óútskýrðum launamun

  • Halda úti menntunar-og hæfnisskrá yfir starfsmenn fyrirtækisins

  • Framkvæma reglubundna innri úttekt á jafnlaunakerfi fyrirtækisins

  • Fá hlutlausan utanaðkomandi aðila til að framkvæma ytri rýni að minnsta kosti einu sinni á ári

  • Kynna jafnlaunastefnuna reglulega fyrir starfsfólki

  • Hafa jafnlaunastefnuna aðgengilega almenningi

  • Endurmeta stöðugt og betrumbæta jafnlaunakerfið í heild sinni

Jafnlaunastefnan nær til allra starfsmanna IKEA á Íslandi.
Samþykkt af framkvæmdastjóra 4.6.2019


Mannauðsstefna IKEA

Árangur IKEA byggir á reyndu og hæfileikaríku starfsfólki sem er tilbúið að leggja sig fram og sýna frumkvæði. Við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur metnaðarfullt, jarðbundið og jákvætt starfsfólk.

 

Við ráðningu er tekið mið af hæfni, þekkingu og reynslu umsækjenda og leitast við að velja þann sem hæfir starfinu og gildum fyrirtækisins sem best.


 

Gott starfsumhverfi er lykilþáttur í að starfsfólki líði vel og geti sinnt starfi sínu eins vel og mögulegt er. Við stuðlum að því á hverjum degi, meðal annars með því að tileinka okkur jákvæð samskipti, gott upplýsingaflæði, gagnkvæma virðingu og faglega stjórnun. Enn fremur er ýtt undir jákvæðan og heilbrigðan starfsanda með reglulegum viðburðum, upplýsingafundum og námskeiðum svo eitthvað sé nefnt.


 

Stuðlað er að heilbrigði og vellíðan meðal annars með því að bjóða upp á heilsufarsráðgjöf, árlegar heilsufarsmælingar, aðgengi að hollum og næringarríkum mat í mötuneyti starfsmanna, sveigjanleika í starfi og viðburði sem efla starfsanda og vellíðan í starfi.


 

Mikilvægur liður í að viðhalda starfshvata og ánægju er að starfsfólki gefist kostur á að þróast í starfi. Starfsfólki IKEA býðst að taka þátt í ýmsum námskeiðum og fræðslu, færa sig til í starfi og vinna sig upp í ábyrgðarmeiri stöður. Það er á ábyrgð hvers og eins að sækjast eftir því að þróa sína færni. Hver er sinnar gæfu smiður!


 

Stuðlað er að því að starfsfólk eigi auðvelt með samræma einkalíf og vinnu. Við sýnum því skilning og berum virðingu fyrir fjölskyldu- og einkalífi starfsfólks. Þannig náum við árangri saman.


 

Fjölbreytni er lykill að velgengni. Að vera við sjálf og leggja okkar af mörkum með sérstöðu okkar fær okkur öll til að vaxa. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Fjölbreyttur vinnustaður án aðgreiningar er góður fyrir vinnufélagana, viðskiptavini okkar og viðskipti. Umhyggja fyrir fólki og fjölbreytni felst í gildum okkar og sýn. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem allir eru velkomnir, virtir, studdir og vel metnir, sama hverjir þeir eru eða hvaðan þeir koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga geri IKEA betri.

Jafnréttisáætlun

Með jafnréttisáætlun IKEA vill fyrirtækið tryggja að hver einstaklingur sé metinn að eigin verðleikum og fyllsta jafnræðis sé gætt meðal starfsfólks. Kynbundin mismunun hjá fyrirtækinu er óheimil, í hvaða formi sem er. Jafnréttisáætlun IKEA er framfylgt með neðangreindum hætti:

  • Gæta skal jafnræðis við ráðningar í allar deildir og við tilfærslu í starfi.
  • Greiða skal sömu laun og kjör fyrir sambærilega frammistöðu og sambærileg störf.
  • Gæta skal jafnvægis milli starfs og einkalífs starfsfólks.
  • Öll hafa jafna möguleika á að þroskast í starfi og auka þekkingu sína.
  • Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin á meðal starfsfólks fyrirtækisins. Starfsfólk sem verða uppvísir að slíku eiga á hættu að verða vikið fyrirvaralaust úr starfi.

 

Fylgst er með framgangi mannauðsstefnu okkar, meðal annars með mánaðarlegum mælingum á lykiltölum, árlegri vinnustaðagreiningu og starfsmannasamtölum.



Viðurkenning jafnvægisvogar FKA

Mannauðsstjóri IKEA tók við viðurkenningu jafnvægisvogar FKA fyrir hönd fyrirtækisins. Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnar. Viðurkenningarhafar voru samtals 76 í ár; 59 fyrirtæki, 6 sveitarfélög og 11 opinberir aðilar. Jafnréttir er okkur mikilvægt í IKEA; ekki aðeins jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í hvaða mynd sem er. Við erum stolt af viðurkenningunni enda eru það sönn forréttindi að njóta eins mikillar fjölbreytni og við gerum á okkar vinnustað.


Gildi IKEA

Gildi okkar endurspegla það sem við teljum mikilvægt. Þau eru órjúfanlegur hluti af okkur. Þau leiðbeina okkur í okkar daglega lífi, vinnu, hvernig við tökum ákvarðanir og hvernig við komum fram við fólk og umhverfið.

 

Það snýst um að vera besta útgáfan af sjálfum sér og laða fram þa besta í fari annarra.


 

Við leitum sífellt að nýjum og betri leiðum fram á við.


 

IKEA er ekki eins og önnur fyrirtæki og þannig viljum við hafa það.


 

Við viljum vera drifkraftur jákvæðra breytinga, í dag og fyrir komandi kynslóðir.


 

Við skorum sífellt á okkur og aðra að gera meira úr minna án þess að fórna gæðum.


 

Þegar við treystum hvert öðru, erum jákvæð og framsýn veitir það öllum innblástur til að leggja sitt af mörkum í þróun IKEA.


 

Við erum sterk þegar við treystum hvert öðru, þegar við stefnum í sömu átt og skemmtum okkur í samstarfinu.


 

Einfaldleiki snýst um að vera samkvæmur sjálfum sér og vera með báða fætur á jörðinni.



Deildir og starfsemi

Það krefst starfskrafta hundruða einstaklinga að skapa hagnýta hönnun á góðu verði sem gerir daglegt líf þægilegra. Hér að neðan er lýsing á starfsemi þeirra deilda sem IKEA verslun samanstendur af.

 

Sem húsbúnaðarfyrirtæki þarfnast IKEA sérfræðinga í ústillingum og innanhússhönnun, grafískri hönnun og iðnaðarmanna. Verslunin þarfnast stöðugra umbóta og breytinga til að vera ávallt í góðu ásigkomulagi.


 

Innan þjónustudeildar IKEA eru störf víðast hvar í versluninni, allt frá móttöku viðskiptavina og gæslu barna til afgreiðslu á kassa, móttöku skilavara og starfa í þjónustuveri.


 

Birgðasvið IKEA sér til þess að flæði vara frá birgja til viðskiptavinar sé eins beint og hagkvæmt og mögulegt er, og að það valdi sem minnstum umhverfisáhrifum. Það nær bæði yfir flutning og meðhöndlun vara í dreifingarmiðstöðvum og í verslunum.


 

Veitingasvið IKEA býður upp á fjölbreyttar stöður innan sex sviða – á veitingastaðnum, kaffihúsinu, í IKEA Bistro, sænska matarhorninu, bakaríinu og mötuneyti starfsmanna.


 

Sölufulltrúar okkar kynna vöruúrvalið og eru stuðningur við sjálfsafgreiðslukerfi IKEA á hverjum degi. Það krefst söluhæfileika auk þekkingar á viðskiptavinum IKEA, hugmyndafræði IKEA og vöruúrvali IKEA.


 

Á skrifstofu fyrirtækisins starfa sérfræðingar við ýmis störf s.s. markaðsmál, þýðingar, mannauðsmál, fjármál, tölvu- og tæknimál, vöru- og sölustýringu, fyrirtækjaþjónustu, teikningar o.fl.


 

Hjá fyrirtækinu eru starfandi öryggisverðir allan sólarhringinn. Hlutverk þeirra er að tryggja öryggi í verslun og á starfssvæðum byggingarinnar. Öryggisverðir eru sérþjálfaðir í skyndihjálp og neyðarviðbrögðum.



Auk ofangreindra deilda eru starfandi minni einingar sem sjá til þess að daglegur rekstur verslunar gangi vel fyrir sig.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X