Við höfum þróað uppskrift af ljúffengri grænmetispylsu – plöntufæði er sjálfbærara val og viðbót við klassísku kjötpylsuna. En hvers vegna að búa til pylsu án kjöts? í fyrsta lagi þá tekur plöntufæði ekki jafn mikið af auðlindum jarðar, að auki er notað minna af jarðvegi og vatni en við kjötvinnslu og sama tíma er kolefnissporið minna.
Í öðru lagi þá er okkar skoðun sú að heilsusamlegur og sjálfbær matur á að vera ljúffengur og á góðu verði, við viljum auðvelda fólki að velja betur daglega. Þannig ef út í það er farið þá er mjög skynsamlegt að framleiða grænmetispylsur.
Grænmetispylsurnar innihalda grænkál, linsubaunir, kínóa, lauk og hveitiprótein.
„Það er ekkert vit í því að framleiða sjálfbærari valmöguleika fyrir viðskiptavini okkar ef hann er ekki góður á bragðið. Nýja grænmetispylsan hvetur viðskiptavini okkar til að velja plöntufæði og sjálfbærari möguleika á góðu verði,“
Michael La Cour, veitingastjóri hjá IKEA.
Product added to your favorites
Product removed from your favorites