Þrátt fyrir að heimilið sé nýtt langaði þær að það liti út fyrir að hafa sögu. Þær völdu ljósa liti og hvítmálaða veggi í grunninn. Svo bættu þær við dökkum húsgögnum, hefðbundnum aukahlutum og náttúrulegum hráefnum.
Hans Blomquist,
innanhússhönnuður
Bækur mæðgnanna ásamt dýrmætustu hlutunum þeirra eru geymd í lokuðum skápum með glerhurðum. Það er fullkomin leið til að hafa safnið til sýnis og vernda það fyrir skemmdum og ryki.
Staður til að setja tærnar upp í loft – það var andrúmsloftið sem þær vildu skapa á miðpunkti heimilisins sem þær svo kölluðu fram með þægilegum og sígildum sófa. Fyrir utan að vera rúmgóður og notalegur er mjög auðvelt að taka hann í sundur og setja saman. Svo er hægt að taka áklæðið af til að þrífa eða skipta um ef þig langar að breyta til. Að auki er nægt rými fyrir hirslu undir sófanum!
Þær fjarlægast sífellt fyrrum lifnaðarhætti sína: Þessa dagana er stór hluti matarins sem þær borða gerður frá grunni. Allt frá heimalöguðu límonaði að súrdeigshleif og þetta er allt útbúið í litla eldhúsinu þeirra.
Í sveitastíl dagsins í dag sameinast nútímahönnun og innblástur frá náttúrunni. Innanhússhönnuðurinn Hans Blomquist er með frábærar hugmyndir um hvernig hægt er að ná fram þessum stíl á þínu heimili – á góðu verði.
Product added to your favorites
Product removed from your favorites