Hér búa mæðgur sem höfðu í þó nokkurn tíma lifað síbreytilegum lífsstíl. Þegar þær fluttu í þetta skipti ákváðu þær að koma sér betur fyrir. Mörgum tillögum, litaprufum og fjárhagsáætlunum síðar komust þær að niðurstöðu; að heimilið ætti að vera í notalegum sveitastíl þar sem minningar um ævintýri þeirra fá að njóta sín.

Elskaður og vel nýttur húsbúnaður

Þrátt fyrir að heimilið sé nýtt langaði þær að það liti út fyrir að hafa sögu. Þær völdu ljósa liti og hvítmálaða veggi í grunninn. Svo bættu þær við dökkum húsgögnum, hefðbundnum aukahlutum og náttúrulegum hráefnum.
 

Skoðaðu hægindastóla

„Á heimilinu eru endingargóðir hlutir, yfirleitt úr sjálfbærara hráefni eins og við, sem verður bara betri og fallegri með aldrinum.“

Hans Blomquist,
innanhússhönnuður

Sjáðu hvernig tvíeykið breytir tómri, hvítri íbúð í notalegt athvarf í sveitastíl þar sem minningar þeirra eru fyrir allra augum.

Góðar minningar

Þó þær hafi yndi af rólegri stund við lestur eða skrif, þá fylgja minningarnar um litrík ævintýri þeim um ókomin ár. Heimilið skartar minjagripum frá heillandi stöðum og fólki sem þær hafa hitt á ferðalögum sínum í formi listaverka, bóka og annarra hluta.

Sýning til frambúðar

Bækur mæðgnanna ásamt dýrmætustu hlutunum þeirra eru geymd í lokuðum skápum með glerhurðum. Það er fullkomin leið til að hafa safnið til sýnis og vernda það fyrir skemmdum og ryki.

Þar sem þægindi skapa stemninguna

Staður til að setja tærnar upp í loft – það var andrúmsloftið sem þær vildu skapa á miðpunkti heimilisins sem þær svo kölluðu fram með þægilegum og sígildum sófa. Fyrir utan að vera rúmgóður og notalegur er mjög auðvelt að taka hann í sundur og setja saman. Svo er hægt að taka áklæðið af til að þrífa eða skipta um ef þig langar að breyta til. Að auki er nægt rými fyrir hirslu undir sófanum!
 

Skoða sófa

Upphaf ævintýranna

Sveitastíll heimilisins hefst í forstofunni þar sem snagarnir og hillurnar taka vel á móti þér um leið og þú kemur inn. Jakki, hattur, hanskar og skór gera mikið fyrir ásýnd forstofunnar og allt er þetta innan seilingar. Þær þurfa aðeins að teygja sig eftir jakkanum og þær eru farnar á vit ævintýra.

Tími fyrir samverustundir

Rými (jafnvel lítið) til að njóta samverustunda yfir máltíðum var eitthvað sem þær urðu að hafa. Hringlaga stækkanlegt borð veitir rýminu mýkt og nýtist hvort sem það er spilakvöld eða matarboð. Hér er einnig blanda af hefðbundnum og nútímalegum stíl: Einstakur borðbúnaður er sýnilegur á veggnum og nútímalegt loftljós hangir yfir borðinu.
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Ást þeirra á heimalöguðum mat

Þær fjarlægast sífellt fyrrum lifnaðarhætti sína: Þessa dagana er stór hluti matarins sem þær borða gerður frá grunni. Allt frá heimalöguðu límonaði að súrdeigshleif og þetta er allt útbúið í litla eldhúsinu þeirra.

Örlítið andrými

Eins mikið og þær njóta þess að vera saman þá þykir þeim líka gott að hafa sitt eigið rými. Svefnherbergin endurspegla persónuleika þeirra á sama tíma og þau tóna við stíl heimilisins.

Dragðu fram sveitaútlit með nútímastíl

Í sveitastíl dagsins í dag sameinast nútímahönnun og innblástur frá náttúrunni. Innanhússhönnuðurinn Hans Blomquist er með frábærar hugmyndir um hvernig hægt er að ná fram þessum stíl á þínu heimili – á góðu verði.

Athvarf fyrir tvær

Ein kilja, eða tvær, hafa mætt örlögum sínum í fallega antíkbaðkarinu. En hver getur staðist notalega eftirmiðdegisstund í jafn heillandi baðherbergi og þessu? Í þessum hluta hússins upplifir þú alltaf verðskuldað hlé frá amstri dagsins með ilmkertum og handunnum sápum.
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Taktu skref inn á annað heimili

Allt á einum vinnudegi


Back to top
+

Back to stock notification

Estimated quantity

Alert has been set correctly

X