Er eitthvað dásamlegra en nýtt upphaf? Kíktu á þetta látlausa en á sama tíma heimilislega svefnherbergi og sjáðu hvernig því var breytt úr tómu hvítu rými í griðastað fyrir afslöppun. Ef þú stendur í flutningum eða langar til breyta örlítið til er tilvalið að skoða þessi örfáu einföldu skref.

Ómálaður strigi

Ein umferð af málningu getur gert kraftaverk. Í þessu herbergi var litnum þó ekki breytt því hann hentar rýminu svo vel – og sparar pening! Hugsaðu vel um hvaða tilfinningar þú vilt að það dragi fram. Hvítir veggir svefnherbergisins færa því létt og ferskt yfirbragð. Þetta er sannkallaður griðastaður sem þú nýtur þess að vakna eftir endurnærandi svefn eða til að skríða upp í síðdegis með eftirlætisbókina þína.
 

Var einhver að tala um hirslur?

Ef svefnherbergið er ekki með innbyggðum fataskápum er aldrei of snemmt að huga að hirslum. Í svefnherberginu eru tveir frístandandi fataskápar. Annar þeirra er opinn en hinn lokaður með fellihurðum sem spara pláss. Þeir falla vel að veggnum og skemmtileg smáatriði skápanna ýta undir sveitastílinn sem er ráðandi hér.
 

Skoða fataskápa

Næst á dagskrá, mjúka deildin

Gardínur eru fjölhæfari en við gerum okkur grein fyrir. Í stað þess að klæða glugga er hægt að nýta þær til að útbúa rými; jafnvel afmarka svæði eða herbergi inni í herbergi. Í svefnherberginu eru gardínur bæði notaðir til að aðskilja fataskápana frá restinni af herberginu og auka við mýkt og hlýleika.
 

Skoða gardínur

Mjúk lýsing og hlýlegur textíll

Það er ekkert sem heitir of mikill vefnaður. Handofin motta ásamt loftljósi úr textíl veitir herberginu ákveðna mýkt. Ljósið hangir lágt í miðju herberginu; þar fangar það ekki aðeins augað heldur gefur rýminu einnig hlýlegan blæ.
 

Skoða loftljós

Í aðalhlutverki í öllum svefnherbergjum

Þarna er það – veigamikla húsgagnið sem skiptir sköpum fyrir nætursvefninn. Undir glugga? Í notalegheitum út í horni? Hin fullkomna staðsetning er undir þér komin. Í litla svefnherberginu er bólstraða rúmið staðsett á óhefðbundnum stað, það má segja að það fljóti í miðju herbergisins. Það veitir fyrst og fremst þægindi en einnig rými fyrir fataskápana aftan við rúmið. Þetta er hálfgerð einkaeyja sem veitir dásamlega afslöppun og hvíld.
 

Skoða rúm

Spariklætt fyrir dásamlega kvöldstund

Brakandi fersk hvít rúmföt standa alltaf fyrir sínu, en í herbergi þar sem hvítur er allsráðandi brýtur gráa og hvíta mynstrið það upp á passlegan hátt. Val á sængurfötum snýst ekki bara um mynstur og litaval – þægindi eru ekki síður mikilvæg! Hvort sem þú velur að sofa í svölu lofti eða heitu, á maganum eða hliðinni, eru til sæng og koddi þarna úti fyrir þig!
 

Skoða rúmföt

Til þjónustu reiðubúið, dag og nótt

Náttborð eru mjög nytsamlegt; hvort sem það er til að geyma bækurnar sjö sem þú ert að lesa samtímis eða vatnsglas, ef þig skyldi þyrsta í vatn um miðja nótt. Hvað ef plássið er af skornum skammti? Hér er létt bakkaborð notað sem náttborð; það er auðvelt að færa það til hvenær sem er og hvert sem er – og sveigjanlegi gólflampinn fylgir fast eftir.
 

Skoða náttborð

Góðan dag og góða nótt!

Gjörðu svo vel! Skipulag svefnherbergisins auðveldar þér að velja fatasamsetningu dagsins, njóta þess að slaka á seinnipartinn, koma þér vel fyrir við kvöldlesturinn og hverfa inn í draumalandið á nóttunni. Hafðu það eftir þínu höfði – þetta er þitt herbergi!
 


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X