Ahhh, forstofan. Yfirleitt of lítil eða þröng fyrir stór húsgögn og endar oft með að vera staðurinn þar sem alls konar hlutir safnast fyrir á. Það er engin ástæða til að vannýta þetta hentuga rými. Skoðaðu forstofuna og sjáðu hvernig þú getur breytt henni í hagkvæmt – og við ætlum að bæta við glæsilegt – rými.

Klassískur grunnur

Eitt af dásamlegum einkennum nútímasveitastíls er klassíski hvíti og svarti grunnurinn. Hvítir veggir? Láttu vaða! Við bætum síðar við náttúrulegu hráefni og sem gera rýmið hlýlegt á fallegan hátt.
 

Í síðasta skipti ...

Það er ákaflega hentugt að hafa spegil í fullri stærð við útidyrnar og loftljós fyrir ofan. Þá getur þú litið í spegil í síðasta skipti áður en þú ferð út, bæði kvölds og morgna. Spegillinn platar einnig augað í þröngum rýmum og gangurinn virðist stærri.
 

Skoða spegla

Rými eftir þínum þörfum

Þegar það er ekki pláss fyrir stærri hirslur er um að gera að nýta veggina til fulls. Í forstofunni eru snagar með sex hnúðum hver og lág hilla sem auðveldar þér að næla í það sem þig vantar á leiðinni út.
 

Skoða skipulagsvörur

Það er aldrei of mikið af náttúrulegu hráefni

Þú þarft ekki að hætta hér! Taktu þetta skrefinu lengra með aukahlutum úr náttúrulegu efni eins og flatofinni mottu úr júta eða körfum úr reyr. Það eykur náttúruleg blæbrigði og gefur aukahirslur fyrir klúta og fjölnota poka.
 

Skoða körfur

Við erum farin!

Klæddu þig í stígvél, vefðu klút um hálsinn, settu hatt á höfuðið. Kíktu svo í spegilinn rétt áður en þú heldur af stað með fjölnota poka undir hendinni, í leit að góðum grænmetismarkaði!
 

Skoða körfur

Allt á einum vinnudegi


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X