Marglitt súrsað grænmeti, vandlega dagsett og raðað í hillunum; nýbakað súrdeigsbrauð sem brátt verður skorið niður og nokkrar hörpuskeljar sem bíða þess að verða skolaðar – þetta sannar að þótt eldhúsið sé af minni gerðinni þá nýtist það vel og þær njóta þess að vinna í því.

Með allt innan handar

Þótt rýmið sé lítið er nóg pláss fyrir eldhúsbúnaðinn sem þær elska og þurfa. Hvernig? Með því að hanna það með geymslupláss í huga. Skápar, skúffur, hillur, slár, hjólavagnar og krukkur eiga öll sinn stað hátt og lágt – og smellpassa að auki við stíl heimilisins.

Skipulag sem skilar sér í matseldina

Ein af ástæðunum fyrir skilvirkni eldhússins er skipulagið; uppvaskið er á einum stað, undirbúningur máltíða fer fram á öðrum stað og matreiðslan á þeim þriðja. Það er því nóg pláss til að sinna þessu öllu án þess að þær troði hvor annarri um tær.
 

„Er plássleysið farið að segja til sín? Með því að bæta við fyrirferðarlítilli eldhúseyju eykst hirslurýmið og vinnusvæðið. Þú getur svo fært hana til eftir þörfum.”

Hans Blomquist,
innanhússhönnuður

Góðgæti frá grunni

Þessar samrýmdu mæðgur elska að fylla á matarbúrið. Þær dunda sér til dæmis við að útbúa kryddblöndur og sultur sem passa fullkomlega með heimabökuðu súrdeigsbrauði – ef þær geta útbúið matinn sjálfar, þá gera þær það.

Allt á einum vinnudegi


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X