Tryggjum öryggi á heimilinu

Við viljum öll að heimili okkar sé öruggur staður. Með samvinnu getum við dregið úr slysahættu.

Við viljum öll að heimili okkar sé öruggur staður en þar geta leynst slysahættur sem börn eru sérstaklega berskjölduð fyrir. Með samvinnu getum við komið í veg fyrir slys og gert heimilið að öruggari stað.

Árangursríkasta leiðin til að koma í veg fyrir slys vegna lausra húsgagna er að festa þau við vegg. IKEA hvetur alla viðskiptavini sína eindregið til að kanna á heimilinu hvort festa þurfi kommóður eða hillur, og tryggja að slík húsgögn séu vel fest við vegg með festingunum sem fylgja með vörunni.

Ef festingin er týnd eða þörf er á aukafestingu er þér velkomið að fá festingar hjá IKEA, þér að kostnaðarlausu. Komdu í Skilað og skipt í versluninni, hafðu samband við þjónustuver í síma 520 2500 eða sendu okkur póst í netfangið oryggi@ikea.is til að fá festingar sendar heim.


Komum í veg fyrir slys af völdum lausra húsgagna

festu það kommóða
  • Hafðu það öruggt! Húsgögn þarf að festa tryggilega við vegg. Notaðu veggfestingarnar sem fylgdu með vörunni og notaðu skrúfur sem henta í efni veggjarins. Nánari upplýsingar er að finna í leiðarvísinum okkar.

  • Settu aldrei sjónvarp eða aðra þunga hluti ofan á kommóðu eða önnur húsgögn sem ekki eru ætluð til notkunar sem sjónvarpsbekkur.

  • Komdu þyngstu hlutunum fyrir í neðstu skúffunum.

  • Leyfið börnum aldrei að klifra eða hanga á skúffum, hurðum eða hillum.


Hafðu það öruggt! Leiðarvísirinn

Húsgögn þarf að festa tryggilega við vegg.

Efnið í veggjunum ræður því hvaða skrúfur/festingar eru nauðsynlegar. Ef veggefnið er ekki á listanum, eða ef þú hefur einhverjar spurningar, skaltu leita ráða í byggingavöruverslun.

wall screw

Veggefni

Gifsveggur eða veggur úr spónaplötum með stoðum

Festing

Skrúfan skrúfuð beint í stoðina. Til dæmis 5 mm viðarskrúfa úr IKEA FIXA skrúfu-og veggtappasetti (Mynd 1)

wall screw

Veggefni

Gifsveggur án viðarstoða

Festing

Veggtappi með skrúfu. Til dæmis 8 mm tappi úr IKEA FIXA skrúfu-og veggtappasetti (Mynd 2)

wall screw

Veggefni

Múrveggur

Festing

Gegnheill veggur: Veggtappi með skrúfu. Til dæmis 8 mm tappi úr IKEA FIXA skrúfu-og veggtappasetti (Mynd 3A)

Holur veggur: Skrúfur fyrir holrúm (Mynd 3B)


Svona komum við í veg fyrir slysin


Við getum öll hugsað okkur að fækka áhyggjuefnunum


Slys geta gerst, sérstaklega þegar börn eru annars vegar.

Góður undirbúningur og forvarnir eru sterkasta vopnið gegn hættulegum slysum.

Hlaða niður leiðarvísi

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X