VOXTORP með eikaráferð

Njóttu eldamennskunnar í stílhreinu og snyrtilegu eldhúsi með nóg af plássi fyrir eldhúsmuni. Slétt yfirborð og stílhreinar línur nútímalegu VOXTORP framhliðanna færa eikaráferðinni sviðsljósið og eldhúsinu hlýlegt og glæsilegt yfirbragð.

VOXTORP eikaráferð

Ábyrgðarskilmálar fyrir eldhús

Miklar kröfur eru gerðar til eldhússins í daglegu lífi. Til að tryggja að eldhúsinnréttingin þoli mikla þyngd, háan hita og daglega notkun eru eldhúsin okkar vandlega prófuð.

Við bjóðum þér 25 ára ábyrgð, sem nær yfir galla í efni og framleiðslu á METOD eldhússkápum.

Lestu nánar hér
ábyrgð

Hurðir

Innfelldu og þægilegu höldurnar á sléttum framhliðum VOXTORP undirstrika stílhreinar línur eldhússins og skapa létt og þægilegt andrúmsloft. Þó að plássið sé af skornum skammti getur þú stillt upp skrautmunum og skapað rými þar sem þú getur slakað á.
VOXTORP eikaráferð
VOXTORP eikaráferð

Skúffur

Fullnýttu plássið í eldhúsinu með METOD skápum í mismunandi breidd og dýpt. Með því að nota allt tiltækt rými, frá gólfi til lofts, getur þú auðveldlega skapað afslappað, snyrtilegt og vel skipulagt eldhús. Innbyggð tæki falla fullkomlega inn í eldhúsið.
VOXTORP eikaráferð
VOXTORP eikaráferð

Skoðaðu glæsilegar VOXTORP framhliðar með eikaráferð

Innfelldu höldurnar færa eldhúsframhliðunum slétt og glæsilegt útlit og eikaráferðin fær að njóta sín. Útkoman er notalegt eldhús með nútímalegu yfirbragði og hirsluplássi sem er sérsniðið að þínum þörfum.

VOXTORP eikaráferð

Við hjálpum þér að hanna draumaeldhúsið

IKEA býður upp á vandaða þjónustu við að hanna eldhús sem er sérsniðið að þínum þörfum og rýminu sjálfu.


Skoðaðu allar VOXTORP framhliðar með eikaráferð


Skoða allt VOXTORP
VOXTORP eikaráferð

Eldhúsframhliðar

Ertu að velta fyrir þér lit og áferð fyrir METOD eldhúsinnréttinguna þína? Úrval okkar af eldhúsframhliðum er afar fjölbreytt og því ætti að vera auðvelt að finna eitthvað í þínum stíl.

Skoðaðu allar eldhúsframhliðar fyrir METOD hér

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X