Vefverslun okkar býður upp á ógrynni af innblæstri, upplýsingum um vörur og hönnun þeirra ásamt hagnýtum lausnum fyrir fyrirtæki. Til að auðvelda þér sporin á IKEA.is höfum við útbúið leiðbeiningar sem leiða þig í gegnum hvern áfanga í kaupferlinu.

Skref 1 - Fáðu innblástur og skoðaðu fjölbreytt úrvalið

Það hefur aldrei verið auðveldara að versla á netinu, jafnvel fyrir fyrirtæki. Skoðaðu breitt úrvalið og kynntu þér nýjustu strauma og sniðugar lausnir fyrir þitt fyrirtæki. Fjölbreytt úrvalið býr yfir ólíkum vörum sem hafa verið þróaðar til notkunar bæði heima og í vinnunni. Vertu viss um að velja vörur sem henta aðstöðunni og umhverfi.


Skoðaðu innblástur hér

Skref 2 – Settu vörur í körfu og smelltu á „Panta fyrir fyrirtæki“

Nú þegar þú hefur fengið innblástur og skoðað úrvalið á heimasíðunni okkar, þá er kominn tími til að setja vörur í körfuna fyrir fyrirtækið. Notaðu körfutáknið á vörusíðum til að bæta við vörum sem þú hefur áhuga á. Þegar að karfan er klár getur þú smellt á „Panta fyrir fyrirtæki“ neðst vinstra megin í körfunni.


Skref 3 - Fyrirtækjaþjónusta IKEA – Beiðni um pöntun

Pöntunarbeiðni Fyrirtækjaþjónustu IKEA hjálpar þér að setja fram þínar þarfir og óskir. Fyrirtæki geta sent beiðni um að panta fleiri eintök af vöru en eru í boði í vefverslun. Ef vörur eru ekki til á lager gerum við okkar besta til að taka þær frá í næstu sendingu. Þegar vörulistinn þinn er tilbúinn getur þú fyllt út upplýsingar um fyrirtækið ásamt afhendingarmáta og sent okkur pöntunarbeiðnina. Starfsfólk Fyrirtækjaþjónustunnar mun hafa samband til að staðfesta pöntunina.


Þarftu persónulega aðstoð við innkaup?

 

Við erum þér innan handar, þér að kostnaðarlausu! Bókaðu ráðgjöf og/eða sendu inn fyrirspurn með því að senda póst á sala@IKEA.is


Við getum aðstoðað þig við að innrétta atvinnurýmið


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X