Ætlar þú að njóta þess að vera úti í sumar? Dagdreyma, spjalla, fá þér kríu eða bragða á grillmat? Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af gæðum útihúsgagnanna þar sem við höfum kynnt okkur málið vel og séð fyrir endingargóðu hráefni og góðri vörn fyrir veðri og vindi. Það eina sem þú þarft að gera er að njóta!
 

Húsgögn sem eru auðveld í umhirðu

Ál, plast, plastreyr og stál eru viðhaldsfrí efni. Gættu þess að halda þeim hreinum með sápuvatni. Settu yfirbreiðslu yfir þau eða komdu þeim fyrir í geymslu á veturna eins og til dæmis í bílskúri eða kjallara – sérstaklega húsgögn úr plasti og plastreyr sem geta fengið sprungur í miklum kulda.

 

Skoðaðu útihúsgögn

Skoðaðu útihúsgögn

Húsgögn sem þurfa smá ást og umhyggju

Akasía, tröllatré og annar gegnheill viður þarfnast viðhalds af og til. Þrífðu húsgögnin með mildu sápuvatni og settu yfirbreiðslu á þau þegar þau eru ekki í notkun. Viðarhúsgögnin okkar eru öll varin með bæsi eða málningu. Við mælum með að þú berir aftur á þau til að koma í veg fyrir sprungur og lengja endingu þeirra. Umhirða ræðst af staðsetningu, notkun og hversu mikið þau komast í snertingu við náttúruöfl. Húsgagn sem er undir berum himni þarf til dæmis að bera aftur á þegar það sýgur í sig rigningu í stað þess að mynda litla dropa. Ef málað húsgagn fer að flagna eða verður sjúskað má mála það aftur með útimálningu.

 

Skoðaðu viðarolíu og bæs

Skoðaðu viðarolíu og bæs

Umhirða sólhlífa

Leggðu sólhlífina saman þegar hún er ekki í notkun. Yfirleitt þarf aðeins að þrífa sólhlífar árlega. Fylgdu þvottaleiðbeiningum. Við mælum með að verja hana fyrir ryki, óhreinindum, frjókornum og regni með TOSTERÖ yfirbreiðslu og að geyma hana á svölum og þurrum stað innandyra. Gættu þess að hún sé alveg þurr áður en þú breiðir yfir hana.

 

Skoðaðu yfirbreiðslur á útihúsgögn

Skoðaðu yfirbreiðslur á útihúsgögn

Umhirða garðskála

Fjarlægðu tjaldið á garðskálanum þegar það er mikill vindur eða rigning. Þrífðu það reglulega, bæði að innan og utan. Fylgdu þvottaleiðbeiningum á vörunni. Berðu reglulega á viðargrindur til að koma í veg fyrir sprungur. Stálgrindur eru auðveldari í umhirðu og þarf aðeins að þvo mildu sápuvatni. Áður en þú setur garðskálann í geymslu er gott að þrífa tjaldið og leyfða því að þorna alveg og geyma svo á svölum og þurrum stað. TOSTERÖ yfirbreiðslur geta varðveitt garðskálatjöld og gardínur.

 

Skoðaðu sólhlífar og garðskála

Skoðaðu sólhlífar og garðskála

Umhirða púða og sessa

Til að lengja endingu útipúða og sessa er gott að þvo þau reglulega. Komdu þeim fyrir í geymslu þegar þau eru ekki í notkun, helst á svölum og þurrum stað innandyra. TOSTERÖ yfirbreiðsla varðveitir þau vel. Gættu þess að púðarnir séu alveg þurrir áður en þú breiðir yfir þá.

 

Skoðaðu yfirbreiðslu á útihúsgögn

Skoðaðu yfirbreiðslu á útihúsgögn

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X