Viður leikur stórt hlutverk í starfsemi IKEA. Hann lætur húsgögnin okkar eldast fallega og gerir þau það endingargóð að þau geti nýst fleiri en einni kynslóð. Skógar eru þó viðkvæmir fyrir því hvernig við meðhöndlum þá. Allur viður sem við notum uppfyllir kröfur IWAY Forestry Standard, sem bannar notkun á við úr skógum sem felldir eru ólöglega. Umfang rekstursins þýðir að við berum mikla ábyrgð og erum jafnframt í stöðu til að vernda skóga jarðarinnar. 99,9% alls viðar sem við notum er FSC- vottaður (Forest Stewardship Council) eða úr endurunnu hráefni.
Við elskum að vinna með bómull. Hún er náttúrulegt og endurnýjanlegt hráefni sem andar vel. Vegna einstakrar rakadrægni bómullar, hentar hún til notkunar jafnvel í mjög röku loftslagi. Okkur þykir því miður hvað bómull getur haft neikvæð umhverfisáhrif og getur jafnvel verið skaðleg fyrir bómullarbændurna og fjölskyldur þeirra. Frá árinu 2015 hefur öll bómull sem við notum í vörurnar okkar verið af sjálfbærari uppruna. „Sjálfbærari uppruni“ þýðir betri aðferðir við framleiðsluna fyrir bæði fólk og umhverfið með því að lágmarka notkun á skordýraeitri og áburði. Það snýst líka um að tryggja ábyrgari vatnsnotkun og þróun í ræktunaraðferðum. Við munum halda áfram að beina sjónum að því að spara vatn og hlúa að líffræðilegum fjölbreytileika. Hluti af markmiði okkar er að sjálfbærari bómull verði sjálfsögð fyrir allan iðnaðinn, ekki bara IKEA.
Vatnahýasinta, korkur, bananalauf og reyr eru nokkur dæmi um náttúrulegar trefjar sem notaðar eru í IKEA vörur og notkun þeirra fer vaxandi. Þetta eru ekki aðeins náttúruleg hráefni, heldur líka mjög skemmtileg frá hönnunarsjónarmiði því þau gefa hverri vöru einstakan karakter. Við vinnum náið með vefurum og handverksfólki í Víetnam, Indónesíu og Kína, meðal annarra. Samstarf við hæfileikaríkt handverksfólk hvaðanæva að úr heiminum opnar dyr að meira samstarfi, innblæstri og nýrri þekkingu.
Við notum endurunnið efni hvar sem því verður við komið. Viður, plast, pappír og málmur eru bara nokkur sem okkur þykir gott að vinna með. Við gerum greinarmun á úrgangsefni og endurunnu efni; úrgangsefni vísar ti lefnis sem verður afgangs úr annarri framleiðslu en endurunnið efni er þegar við náum að endurnýta efni úr eldri vörum. En, það er ekki allt og sumt. Þetta snýst líka um hvernig við hugsum um og þróum vörur. Markmiðið er að hanna á þann hátt að það geri fólki kleift að endurvinna vörur að notkun lokinni og draga þannig úr úrgangi. Þess vegna leitum við stöðugt nýrra leiða við að nýta afgangsefni og endurunnið og breyta því í eitthvað nytsamlegt og fallegt fyrir heimilið þitt, eins og til dæmis KUNGSBACKA eldhúsframhliðarnar.
Blandað efni samanstendur af tveimur eða fleiri efnum þar sem hvert þeirra hefur sína eiginleika. Við notum blönduð efni vegna þess að þau eru sterk, viðhaldslítil, á lágu verði og létt. Dæmi um slíkt er plastviðarblanda. Með því að blanda afgangsviðartrefjum við plast verður það sterkara og hagkvæmara, og það nýtir betur hráefni. Það er fegurðin við viðarplastblöndu; minna hráefni er notað og gefur færi á að nota afganga sem teldust ekki gæðahráefni út af fyrir sig (skilgreint sem úrgangur) og breyta því í eitthvað nýtt sem er sterkt, fyrirferðarlítið, létt og endingargott. Viðarplastblöndu er að finna í ýmsum vörum, t.d. BILLY bókaskápum, ODGER stólum og RÖDTOPPA sængum.
Við erum lögð af stað í þá vegferð að hætta notkun á plasti sem ekki er annað hvort endurnýjanlegt eða endurunnið. Nú þegar hafa allar einnota plastvörur verið fjarlægðar úr vöruúrvali IKEA um allan heim. Plast er yfirleitt unnið úr olíu sem er óendurnýjanlegt hráefni. Þess vegna notum við eins mikið af endurunnu eða endurnýjanlegu plasti í vörurnar okkar og við mögulega getum. Markmið okkar er að notast einungis við endurnýjanlegt eða endurvinnanlegt hráefni fyrir 2030. Við stefnum að því að fjarlægja allt plast úr umbúðum fyrir árið 2028. PET, PE og PP eru þrjár mest notuðu plasttegundirnar í IKEA vörum og þær uppfylla allar ströngustu öryggiskröfur og lög. Við höfum sett okkur strangar kröfur um notkun efnasambanda og annarra efna í framleiðsluferlinu, og tekið þar til greina heilbrigðiskröfur og öryggisstaðla.
Bambus er ein hraðvaxnasta planta í heimi og það er ein ástæðan fyrir því hve vel okkur líkar að vinna með hana. Þegar bambusplöntur eru ungar geta þær vaxið allt að einn metra á dag. Bambus vex í fjölbreyttu vistfræðilegu umhverfi og þarf almennt ekki áburð eða áveitu. Hann vex í fulla lengd og þykkt innan þriggja til fjögurra mánaða en er uppskorinn eftir fjögur til sex ár þegar bambusstöngin fer að tréna og harðna. Bambus er ekki einungis sterkur, harður og þolir raka vel heldur er hann einnig afar góður fyrir umhverfið þar sem ungir, grænir bambusskógar binda koltvíoxíð á áhrifaríkan hátt þegar þeir vaxa og hjálpa því að draga úr loftslagsbreytingum. Styrkur bambuss þýðir að hægt er að nota hann í burðarvirki og þunnar plötur til að draga úr efnisnotkun. Með réttri yfirborðsmeðhöndlun getur bambus hentað vel í rými með bleytu eða raka – sprungur myndast síður og hann endist lengur Meira en 90% af bambusnum sem við notum er frá Kína og er nánast allur kínverskur bambus FSC (Forest Stewardship Council) vottaður. Markmið okkar fyrir árið 2030 er að vinna að ábyrgri stjórnun bambusskóga, þar á meðal að bæta líffræðilegan fjölbreytileika og styðja við réttindi og þarfir fólks sem byggir lífsviðurværi sitt á bambusskógum.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn