Frá árinu 2012 hefur IKEA verið í samstarfi við fyrirtæki um allan heim sem stuðla að atvinnutækifærum fyrir minnihlutahópa og takast á við ýmsar áskoranir sem varða umhverfismál og samfélög. Þessi fyrirtæki eru oft kölluð félagslegir frumkvöðlar eða félagsleg fyrirtæki. 
Abeer Almnajed, saumakona, Jordan River Foundation. 

Gagnlegt samstarf

Við aukum möguleika og áhrif félagslegu fyrirtækjanna með þróunaráætlunum, fjárfestingum og þekkingarmiðlun. Frá þeim fáum við svo einstakar vörur og þjónustu sem við seljum viðskiptavinum okkar.
Hönnunarvinnustofa með handverksfólki í Jordan River Foundation.

Ráðist að rót vandans í sameiningu

Með samstarfi við félagsleg fyrirtæki getum við sameinað styrkleika okkar með það fyrir augum að stuðla að sjálfbærari framtíð og uppræta fátækt, útilokun og ójöfnuð.

„Þegar jaðarsettar konur öðlast valdeflingu, þjálfun og atvinnu vaknar eitthvað afl innra með þeim, hjá fjölskyldu þeirra og samfélagi – sem leiðir til stærri breytinga.“


Sumita Ghose
Stofnandi fyrirtækisins Rangsutra

Saman í rétta átt

Í samstarfi við félagsleg fyrirtæki víðs vegar um heim hönnum við og framleiðum vörur, ýmist handgerðar eða í verksmiðjum. Einnig kaupum við hráefni frá smærri ræktendum.

Púðaver sem skapa atvinnu

SILOMAL og VEDMAL púðaverin eru framleidd í Rangsutra, félagslegu fyrirtæki þar sem meirihluti handverksfólksins eru einnig hluthafar, en í heildina starfa þar næstum 2.000 einstaklingar.

Við höldum áfram að stækka

Árið 2021 hófum við samstarf við fjögur ný félagsleg fyrirtæki og viðskiptavinum IKEA bjóðast nú sífellt fleiri handverksvörur frá fyrirtækjum af þessu tagi. Við viljum byggja upp langtímasamstarf sem getur skapað störf og lífsviðurværi fyrir sem flesta til lengri tíma.

Samstarf sem öll græða á

Þegar við vinnum með félagslegum fyrirtækjum verða þau hluti af birgðakeðju IKEA og fá þannig verðmæt tækifæri. Til dæmis eru IKEA hönnuðir, vöruhönnuðir og fagfólk með kunnáttu um almenna hönnun og tilheyrandi kröfur en félagslegu fyrirtækin hafa þekkingu á hráefninu og handverki hvers staðar fyrir sig.

Með slíku samstarfi fá fyrirtækin aðgang að stærri markaði og geta þannig vaxið, öðlast meira sjálfstæði og veitt fleirum atvinnutækifæri. IKEA fær einstakar handverksvörur og þjónustu fyrir viðskiptavini sína ásamt fjölbreyttari mannflóru í birgðakeðjuna.

Heimsending sem hjálpar

IKEA í Frakklandi starfar nú með félagslega fyrirtækinu Carton Plein sem gefur heimilislausu fólki í París störf og þjálfun og veitir þeim þannig aðgang inn í samfélagið á ný. Starfsfólk Carton Plein frískar upp á notaðan pappa og keyrir hann út á rafmagnshjólum til endurnýtingar.

Við veitum stuðning

Við styðjum við frumkvöðla sem hafa komið með nýstárlegar lausnir til að bæta samfélög, vernda umhverfið og minnka fátækt.

Þróunaráætlanir

Allar þróunaráætlanirnar eru unnar með borgaralegum samtökum sem við störfum með. Þessar áætlanir veita frumkvöðlum aðstoð í takmarkaðan tíma, aðallega í formi handleiðslu eða þjálfunar frá starfsfólki IKEA, og stundum með fjárfestingu.

Beinn stuðningur

Við veitum félagslegum fyrirtækjum styrki, lán, fjárfestingar sem og ófjárhagslegan stuðning. Þannig gerum við þeim kleift að stækka reksturinn og hafa þannig meiri áhrif.

Tilraunaverkefni

Í samstarfi við félagsleg fyrirtæki verður til ýmis nýstárleg hugmyndafræði sem gerir okkur kleift að kanna nýjar leiðir til að kalla fram félagslegar breytingar.

Meiri áhrif

Wietse van der Werf, stofnandi fyrirtækisins Sea Ranger Service, heillaðist af viðskiptalíkani IKEA og ráðfærði sig því við okkur um hvernig hægt væri að hafa meiri áhrif og veita enn fleirum atvinnutækifæri. Hann tók þátt í Dela-áætluninni þar sem hann fékk ráðleggingar frá starfsfólki IKEA og öðrum sérfræðingum um leiðir til að stækka Sea Ranger Service. Með áhrifum frá IKEA sérleyfislíkaninu er Wietse nú að koma á fót aðferðum sem félagsleg fyrirtæki um allan heim geta nýtt sér til að stækka rekstur sinn.

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X