Með Nytillverkad endurvekjum við nokkrar af okkar eftirlætisvörum úr fortíðinni og færum þeim nútímalega yfirhalningu. Sumar þeirra hafa þó verið í vöruúrvalinu frá upphafi. Noboru Nakamura hannaði POÄNG hægindastólinn og KLIPPAN sófann fyrir rúmlega 40 árum en þeir eru í raun tímalausir. Nú snúa þeir aftur með lágu baki og í líflegum litum. 
Lengi lifi klassík
KLIPPAN á sér litríka endurkomu úr vörulista IKEA frá árinu 1984 og POÄNG snýr aftur með lægra baki. Þeir eru hannaðir og uppfærðir af japanska hönnuðinum Noboru Nakamura. Þessar nýju vörur í Nytillverkad línunni ferðast með þig aftur til níunda áratugarins með áberandi litum, beinum línum og mínimalísku útliti.

Félagslyndari en áður

Mátulega þægilegur. Nýi POÄNG hægindastóllinn er með lágu baki og án höfðapúða og því tilvainn fyrir samverustundir enda hannaður fyrir spjall, rökræður og samræður. Grindurnar og púðarnir koma í rauðu, birkispóni/dröppuðu og svörtu og þú getur því valið þinn stíl.

Sófi fyrir sem flesta

Áklæðin fyrir KLIPPAN sófa eru til skærrauð, blá og gul og færa KLIPPAN sófanum ferskt nýtt útlit. Áklæðin eru seld í textílpoka í stíl. Kipptu með þér nýjum sófa eða komdu færandi hendi í næsta innflutningspartí.

”Japanski fáninn er afar einfaldur - aðeins einn hringur. Þannig nálgast ég mína hönnun”

Noboru Nakamura
Hönnuður

 

Innsýn í hönnuðinn

Japanski hönnuðurinn, Noboru Nakamura (1938-2023) vann fyrir IKEA í þrjú ár á áttunda áratugnum. Á þessum árum hannaði hann margar vörur en tvær af reyndust vera tímalausar; hinn vinsæli POEM/POÄNG hægindastóllinn og KLIPPAN sófinn. Hér getur þú séð viðtal við hann frá árinu 2022.

Skoðaðu fleiri vörur úr línunni

Hvort sem þú vilt eignast allar vörurnar í Nytillverkad línunni eða aðeins einn hlut þá lífga þær upp á heimilið og færa því karakter. Prýddu heimilið með glæsilegum hægindastól úr stáli eða fegraðu forstofuna með skemmtilegum fatastandi.

Stíll og þægindi

Stóru og mjúku púðarnir í ÖNNESTAD hægindastólnum færa honum bæði stíl og þægindi – og breiða sætið á HOMSJÖ kollinum gerir hann furðuþægilegan.

Gamlar sálir í nýjum anda

Í lok sjöunda áratugarins kom MILA hægindastóllinn í sölu. Á þeim tíma var áhersla lögð á afslöppun heima fyrir; hægindastólar voru með hallandi baki og sófaborðin stór. Nú snýr hann aftur sem DYVLINGE með aukafæti fyrir betri stöðugleika ásamt BAGGBODA hliðarborðinu í nýjum björtum litum.

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X