Samstarfi IKEA og Little Sun færir sólina í þínar hendur. Kannaðu fegurð sólarorkunnar með vel hönnuðum ljósum sem lýsa upp heimilið.

„Samstarfið við IKEA styður við ástríðu okkar að vekja fólk til umhugsunar um orkuauðlindir og minnir okkur á að í sameiningu getum við haft áhrif og mótað heiminn.“

Ólafur Elíasson
Listamaður og stofnandi Little Sun

Ólafur Elíasson
SAMMANLÄNKAD

Lýsir leiðina áfram

Áhrif sólar og pláneta eru augljós í hönnuninni á  sólarknúnu SAMMANLÄNKAD ljósunum sem eru bæði hentug og falleg. Fangaðu sólargeisla með sólarsellunum á daginn, slepptu þeim lausum á kvöldin og leyfðu þeim að lýsa þér leið. 
 


Með sólina í vasanum 

Sólarknúið þráðlaust SAMMANLÄNKAD LED ljós fyrir alls kyns ævintýri – hvort sem er úti eða inni. Þú getur hengt ljósið á bakpokann eða haft ólina utan um úlnliðinn í útilegu, úti á bát eða uppi á háalofti. Þú hleður það í sólinni sem sér um að lýsa upp myrkrið. 
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt
SAMMANLÄNKAD

Upplýst samstarf

Flestar orkuauðlindir eiga sér takmörk, eru dýrar og slæmar fyrir umhverfið. Það á þó ekki við um sólina. IKEA og Little Sun eru sammála um að vel hönnuð vara geti skipt sköpum og þannig kom SAMMANLÄNKAD til sögunnar. Markmið samstarfsins er að gera sólarorku aðgengilega fyrir sem flesta. 
 

Skoðaðu SAMMANLÄNKAD
SAMMANLÄNKAD

Skoðaðu SAMMANLÄNKAD
SAMMANLÄNKAD

„Með samstarfinu vildum við koma af stað umræðu um sólarorku og gera sem flestum heimilum kleift að njóta hennar.“

James Futcher
Listrænn stjórnandi, IKEA of Sweden

 

Hönnun og vísindi mætast 

SAMMANLÄNKAD LED sólarknúni borðlampinn er hátæknilegur og fallegur. Leyfðu snúrulausu og fjölhæfu ljósi að lýsa upp skrifborðið, hengdu það upp til að dreifa birtu eða taktu það úr standinum til að varpa ljósi á ævintýrabækur undir sæng. Þú getur líka notað það sem hleðslubanka.
SAMMANLÄNKAD
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

„Við náum aðeins að ýta við fólki en það þarf meira til. Það er spennandi að sjá hversu mikil áhrif við getum haft með því að hvetja fólk um allan heim til að nota sólarorku.“

Felix Hallwachs
Framkvæmdastjóri, Little Sun

SAMMANLÄNKAD

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X