Saga
Hvernig getum við hjálpað þeim sem búa þröngt og flytja oft? Við hönnun LINNEBÄCK hægindastólsins spurðum við viðskiptavini í tveimur mismunandi heimsálfum um ráð. Úr varð þetta einstaka húsgagn sem er innblásið af hversdagslífi og sögu hundraða einstaklinga. „Þegar þú hannar vöru viltu að fólki þyki vænt um hana. Þess vegna er alltaf betra að spyrja viðskiptavinina hvað þeir vilja í stað þess að geta sér til um það,“ segir Ditte Bruun Pedersen sem tók þátt í að hanna LINNEBÄCK.
Samvinna milli heimsálfa
Eitt af fyrstu skrefunum sem Ditte og samstarfsfólk hennar tók var að bjóða hópi alþjóðlegra háskólanema að prófa eftirlíkingar sem þróunarteymið hafði búið til með því að hakka IKEA vörur með pappa, efni og svampi. Út frá endurgjöfinni sem þau fengu gerðu þau nýja hönnun sem var breytt í raunverulegar frumgerðir af LINNEBÄCK. Þau komu með frumgerðirnar í verslanir IKEA í Kína og Danmörku svo að viðskiptavinir gætu prófað þær. Viðbrögð þeirra komu Ditte á óvart. „Viðskiptavinirnir vildu endilega tala við okkur og voru alls ekki feimnir. Eitt af því sem þeir sögðu okkur var að þeir vildu frekar lægra bak til að gera stólinn frábrugðnari. Það er sérstaklega mikilvægt ef þú hefur takmarkað pláss og vilt koma í veg fyrir of mikil þrengsli heima hjá þér. Við ákváðum einnig að taka burt armana sem við vorum með á einni af frumgerðunum af sömu ástæðu.“
Viðskiptavinir prófa og IKEA lagar
Einn eiginleiki sem fáir viðskiptavinir virtust hafa áhyggjur af var að efnið á bakhlið stólsins væri jafn þykkt og bólstrað og á framhliðinni. „Þeim fannst það óþarfi þar sem þeir myndu líklega setja stólinn upp við vegg en ekki í miðju herbergi“ segir Ditte. Þetta smáatriði fékk reyndar ekki miklar athygli í fyrstu og það reyndist í raun vera til góðs. „Við fundum aðra lausn á efninu og hún stuðlaði að lágu verði. Í hvert sinn sem ég sé LINNEBÄCK er ég minnt á það sem við lærðum þegar við hittum viðskiptavinina. Tillögur þeirra hafa mótað sögu LINNEBÄCK jafnvel áður en stóllinn komst inn á heimili fólks.“