Í IKEA Home smart appinu getur þú kveikt og slökkt á innstungunum hvenær sem er eða sett á tímastillingu ásamt öðrum snjallvörum.
Með því að tengja vöruna við DIRIGERA gáttina opnast fleiri möguleikar og þú getur stýrt henni ásamt öðrum snjallvörum í IKEA Home smart appinu.
Þú getur andað rólega þegar þú ferð að heiman því þú getur slökkt á kaffivélinni, lampanum eða öðrum tækjum þótt þú sért ekki heima.
Breyttu lampa eða litlu raftæki í snjalltæki með þessari innstungu.
Þú getur kveikt og slökkt með IKEA Home smart appinu, fjarstýringu eða hreyfiskynjara. Hægt er að tengja allt að tíu innstungur við sömu fjarstýringuna eða hreyfiskynjarann.