Hvert borð er einstakt, með mismunandi viðarmynstri og náttúrlegum litbrigðum sem eru hluti af þokka viðarins.
Áklæðið á stólinn er í einu lagi og festist með frönskum rennilás svo auðvelt er að taka það af og setja það aftur á.
Eftir líflega máltíð er gott að vita að þú getur auðveldlega tekið áklæðið af og þvegið í vél.
Hringlaga borð auðveldar fólki að spjalla saman þar sem það sér hvert annað auðveldlega.
Setur svip á borðstofuna með vönduðum eiginleikum eins og borðbrúnum úr gegnheilum við, fallegu viðarmynstri og rúnnuðum hornum.
Stækkunarplata er geymd undir borðplötunni. Falin platan stækkar borðið úr fjögurra manna í sex manna borð og þú þarft ekki að neinni hjálp að halda.
Borðið er með nokkrum lögum af brúnu bæsi ásamt glæru lakki sem ver það gegn skemmdum. Borðplatan er úr afar þykkum viðarspóni og er því sterk.
Viarp áklæðið er endingargott og auðvelt í umhirðu, það er úr bómull og endurunnu pólýester sem hnökrar lítið – tvítóna áferð dregur úr blettum.
Nútímaleg klassík, mjúk sæti og grind sem gefur þægilega eftir. Gestirnir geta slappað lengi af eftir eftirréttinn.