UPPSTÅ línan er hönnuð til þess að hjálpa barninu að uppgötva og læra og hún er skreytt með ýmsum fígúrum sem eru innblásnar af skandinavískum rótum okkar.
Á þessum aldri læra börnin með öllum skynfærum. Byggingar, hljóð og mismunandi litir og mynstur auka upplifun barnsins í leiknum.
Handfangið má festa á tvo vegu – beint upp til að veita barni sem er að byrja að labba mikinn stuðning og örlítið hallandi svo það sé auðveldari að ýta göngugrindinni á undan sér og barnið hefur möguleika á því að öðlast meira sjálfstraust.
Þegar barnið labbar sjálft þjálfar það hreyfifærni og jafnvægi.
Hægt er að stilla hjólin þannig að þau veiti smá mótstöðu þegar þau rúlla – eða sleppa henni þegar barnið verður öruggara með að labba.
Barnið getur hlaðið vagninn með uppáhaldsleikföngunum og keyrt um með þau.