AFTONSPARV
Barnatjald,
eldflaug hvítt/rautt

3.990,-

995,-

Magn: - +
AFTONSPARV
AFTONSPARV

AFTONSPARV

3.990,-
995,-
Vefverslun: Til á lager
Mörg börn dreymir um að verða geimfarar og rannsaka fjarlægar reikistjörnur. Pappaeldflaugin er sannkölluður ævintýrastaður þar sem hægt er að leika tímunum saman.
AFTONSPARV barnatjald

Geimurinn er óendanlegur - eins og ímyndunaraflið

Með AFTONSPARV línunni bjóðum við börnunum inn á stærsta leiksvæði sem til er. Geiminn. Spennandi, dularfullur og áhugaverður heimur með mikið rými fyrir sköpunargáfu.

Að horfa upp í endalausan himininn og pæla í því hvað leynist þarna á meðal stjarna og pláneta er kannski eitthvað sem þú gerðir þegar þú varst barn. Kannski er það eitthvað sem börn hafa alltaf gert, eins og þau sem komu í vinnustofuna okkar áður en við byrjuðum að vinna að AFTONSPARV. „Það kom okkur á óvart hversu mikið þessi 3 til 7 ára börn vissu um sólkerfið okkar og geiminn,“ segir hönnuðurinn Marta Krupińska. „En þar sem vísindin hafa ekki uppgötvað allt sem hægt er að uppgötva í geimnum er mikið rými fyrir fantasíur og eigin hugmyndir.“

Geimflaug sem gengur á ímyndunarafli

Áhugaverðar hugmyndir og skoðanir barnanna var upphafspunktur að hönnun AFTONSPARV fyrir Marta. Vörulína sem samanstendur af mjúkum geimfélögum, vefnaðarvöru, lömpum – ásamt geimflaug úr pappa sem er ræst með ímyndunaraflinu einu! „Hún er nógu stór til að rúma nokkur börn og það besta er að það þarf aðeins ímyndunarafl til að komast á milli staða.“ Sum barnanna sögðu geimverur búa á sumum plánetunum. „Þau voru með svo margar hugmyndir um geimverur og hvernig þær gætu litið út. Þær voru oftast góðar og það eru geimverurnar okkar líka.“

Að sofna út frá glóandi plánetum

Þegar geimflaugin hefur snúið aftur til jarðar og leiktímanum er lokið er kominn tími til að slaka á og búa sig undir háttinn. Ævintýrin geta þó haldið áfram í sögunni sem lesin er fyrir svefninn og í draumi. Því glóa pláneturnar á AFTONSPARV gardínunum þegar ljósin hafa verið slökkt. Hvað var þetta? Kannski geimskip með fullt af grænum vinalegum geimverum eða stjörnuhrap svo getur þá óskað þér …

Sjá meira Sjá minna

Hugleiðingar hönnuða

Marta Krupinska, hönnuður

„Þegar ég hanna fyrir börn leyfi ég mínu innra barni að taka völd. Ég fór í ímyndaða geimflaug með hönnunarteyminu mínu og við flugum burt á vit ævintýranna. Fyrir ferðina hittum við áhugasöm börn sem sögðui okkur allt um hvað við gætum fundið á hinum ýmsu stjörnum – og fullvissuðu okkur um að geimverur væru vinalegar. Ég vona að uppgötvanirnar sem við komum með aftur til jarðarinnar muni ná að tengja við ímyndunarafl barna og ítarlega þekkingu þeirra um geiminn.“

Form/Hönnunarferli

Hannað í samráði við börn

Börn eru mikilvægasta fólkið í heiminum og við eru forvitin að heyra hvað þau hafa að segja þar sem við gerum vörur fyrir þau! Þess vegna bjóðum við börnum upp á skapandi og fjörugar vinnustofur þar sem þau fá að taka þátt í vöruþróuninni. Þar geta þau tjáð sig um vörurnar, teiknað og sýnt okkur eða sagt hvað er þeim mikilvægt. Skoðanir barnanna skipta máli og hjálpa okkur að gera vörurnar betri. Þau eru náttúrulega sérfræðingarnir!


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X