BLÅVINGAD
Mjúkdýr með LED næturljósi,
túrkís kolkrabbi/gengur fyrir rafhlöðum

2.990,-

Magn: - +
BLÅVINGAD
BLÅVINGAD

BLÅVINGAD

2.990,-
Vefverslun: Til á lager
Kolkrabbalampi með ljómandi haus er bæði kelinn leikfélagi og mjúkdýr til að kúra með. Prófaður samkvæmt ströngustu öryggisstöðlum í heimi, rétt eins og önnur ljós hjá okkur ætluð börnum.
BLÅVINGAD mjúkdýr með LED næturljósi

Kafað í hafdjúpin

Glettnir höfrungar, forvitnar skjaldbökur og klárir kolkrabbar. Hafið er töfrandi staður sem gaman er að láta hugann reika um. Þess vegna veitti það okkur innblástur að BLÅVINGAD línunni. Við hönnun línunnar komumst við að því að börnum er afar umhugað um hafið og íbúa þess.

„Börn eru með allt á hreinu þegar kemur að mengun sjávar og áhrif hennar á dýrin. Þau vilja gera eitthvað í málinu og hvetja okkur fullorðna fólkið að gera slíkt hið sama,“ segir Dr Barbie Clarke, barnasálfræðingur. Hún er oft með okkur í svokölluðum umræðuhóp barna, þar sem við tökum viðtöl við börn víðsvegar um heim og fáum að heyra skoðanir þeirra á ýmsum verkefnum okkar.

Hvað leynist undir yfirborðinu?

Hvað ætli það sé við hafið sem heillar börn um allan heim, jafnvel þau sem búa inni í landi? „Hafið og íbúar þess hafa alltaf gegnt stóru hlutverki í ævintýrum og sögum,“ segir Barbie „Þetta er heill heimur neðansjávar, sem er afar dularfullt og spennandi fyrir ímyndunaraflið.“

Leikur er leið til að kanna heiminn

Sögur, leikir og kvikmyndir um hafið eru líkt og gluggi fyrir börnin inn í annan heim, sem er ólíkur þeirra eigin. „Á aldrinum þriggja til sex ára eru ímyndunarleikirnir í hámarki. Þegar börn verða eldri vilja þau smám saman vita meira um hafið,“ segir Barbie. Hún bætir við að þegar börn sökkvi sér í eitthvað viðfangsefni verður það svo miklu meira en bara leikur; þau gleyma áhyggjum sínum, læra um heiminn og víkka sjóndeildarhringinn, líkt og steypireyður sem flýtur áfram til að kanna hafdjúpin.

Sjá meira Sjá minna

Energy and Resources

Er hægt að gera plast vinalegt?

Við viljum draga úr notkun nýrra efna í framleiðslu mjúkdýranna okkar. Ein leið til þess er að nota endurunnið pólýester í fyllinguna og gefa þannig notuðu plasti nýtt líf. Við hófum því spennandi vegferð með nýju mjúkdýrunum í vöruúrvalinu okkar. Markmiðið er að fylla eins mörg mjúkdýr með endurunnu pólýester og mögulegt er – án þess að draga úr öryggi eða gæðum.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X