SLÄKT
Rúmgrind með hirslu og rimlabotni,
90x200 cm, hvítt

64.900,-

Magn: - +
SLÄKT
SLÄKT

SLÄKT

64.900,-
Vefverslun: Til á lager
Draumur táningsins. Þægilegt rúm með miklu hirsluplássi sem tekur við öllu frá stuttermabolum til hljóðfæra, og ekki síst óhreinum þvotti. Allt á litlu svæði í hæfilegri fjarlægð.
SLÄKT rúmgrind með hirslu og rimlabotni

Fyrir krakka sem dingla fótum

Þegar við þróuðum SLÄKT rúmgrind með hirslu fengum við hjálp frá sérfræðingum í því að vera krakkar – krakkana sjálfa. Tíu krakkar á aldrinu 8 til 14 ára fengu að sjá og prófa frumútgáfu rúmsins. Þau sátu á rúmbríkinni og dingluðu fótunum og ræddu um hvað mætti betur fara.

Anna Carme vinnur við vöruþróun hjá Barna IKEA og fékk hugmyndina að rúmi með hirslu eftir að hafa heimsótt heimili margra barnafjölskyldna um allan heim. „Margar fjölskyldur hafa takmarkað pláss og skortur á hirsluplássi veldur miklum pirringi. Það getur einnig verið erfitt fyrir börn á skólaaldri að finna sinn eigin stað þar sem þau geta haft hlutina við höndina.“

Án hvassra brúna og handfanga

Anna og teymið hennar kynntu fyrstu útgáfuna af rúminu með hillum og skúffum – án handfanga. „Við vitum að börnum á þessum aldri finnst gaman að kasta sér á rúmið og geta því meitt sig á útstæðum handföngum,“ útskýrir Anna. Börnin hentu sér líka auðvitað á rúmið þegar teymið bauð þeim í Krakkastofuna, sem er skipulögð aðferð sem við höfum þróað til að heyra skoðanir og væntingar barna. Þegar börnin komu sér fyrir og settust á brún rúmsins flæddu fram hugmyndir og athugasemdir. „Einn strákur benti á að hann gæti fundið fyrir rúmbríkinni þegar hann sat þannig að fæturnir dingluðu fram af,“ segir Anna. „Hann vildi líka auðveldlega geta „rennt sér“ fram úr rúminu.“

Rúm frá sjónarhorni barns

„Hin börnin samþykktu og auðvitað var það rétt hjá þeim að vilja að það væri líka þægilegt að sitja á rúminu,“ segir Anna. Skoðanir barnanna leiddu til þess að bríkin var lækkuð. „Það var mikilvægt fyrir okkur að þróa rúm út frá sjónarhorni barna. Svona gerum við hlutina í Barna IKEA. Með því að fá krakkana til liðs við okkur í vöruþróunina lærðum við meira um þarfir þeirra og væntingar – og hvernig þau fara fram úr rúminu.“

Sjá meira Sjá minna

Form/Hönnunarferli

Hannað í samráði við börn

Börn eru mikilvægasta fólkið í heiminum og við eru forvitin að heyra hvað þau hafa að segja þar sem við gerum vörur fyrir þau! Þess vegna bjóðum við börnum upp á skapandi og fjörugar vinnustofur þar sem þau fá að taka þátt í vöruþróuninni. Þar geta þau tjáð sig um vörurnar, teiknað og sýnt okkur eða sagt hvað er þeim mikilvægt. Skoðanir barnanna skipta máli og hjálpa okkur að gera vörurnar betri. Þau eru náttúrulega sérfræðingarnir!

Efni

Hvað er trefjaplata?

Trefjaplata er stöðugt og endingargott efni sem unnið er úr afgöngum frá viðariðnaði. Hún er klædd endingargóðu lagi af málningu eða plastþynnu. Munurinn á mismunandi gerðum af trefjaplötum, eins og HDF og MDF, felst aðallega í þykktinni en einnig hversu höggþolnar þær eru. Þetta ákvarðar hvort við notum þær í rúmgrindur, sófa, eldhúsframhliðar, fataskápahurðir eða eitthvað annað.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X