12.950,-
9.950,-
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
SLÄKT
Börn sem eru rétt að ná á unglingsárin eru sennilega uppteknasta fólkið sem við þekkjum. Það lítur kannski ekki alltaf út eins og svo sé utan frá en inn í þeim er allt á of miklum hraða. Með alla þá orku sem þarf til að þroskast er skynsamlegt að slaka á og jafna sig þegar heim er komið. Þá kemur SLÄKT línan til sögunnar. Til að ná þessu rétt þurftum við að byrja aftur á byrjun.
Við pöntuðum rannsókn sem beindist að börnum á aldrinum 8-12 ára frá öllum heimshornum. Út frá því reyndum við að búa til eitthvað sem passaði bæði við það sem börnin vilja og líka það sem foreldrarnir telja að börnin þurfi.
Barnasálfræðingurinn dr. Barbie Clarke og rannsóknarstofa hennar Family Kids & Youth framkvæmdu alþjóðlegu rannsóknina. „Unglingsárin eru mikilvægur áfangi því þau eru hægfara skref í átt að sjálfstjórn og sjálfstæði,“ segir Barbie. „Það er gríðarlegur þroski í gangi sem krefst mikillar orku. Það er ekki að undra að þau geti ekki vaknað á morgnana!“ Ein af stóru niðurstöðunum var sú að krakkarnir vildu stað til að slaka og hanga á en vera samt nálægt foreldrum sínum (sem eru enn stærstu áhrifavaldar þeirra), jafnvel þótt það sé aukin áhersla á að hanga með vinum sínum. „ Svefnherbergið verður einnig staður til að skemmta sér með vinum. Orðasambandið „að hanga“ var eitthvað sem við heyrðum um allan heim. „Mig langar bara að hanga“ er lykilþrá“.
Við hófum vinnuna með rannsóknirnar að leiðarljósi. Við hönnuðum SLÄKT línuna sem hægt er að raða saman og aðlaga, auk þess sem auðvelt er að færa einingarnar til ef hópur af vinum koma inn. Eftir að við prófuðum allt með tilliti til öryggis báðum við börnin um endurgjöf. Síðan breyttum við ákveðnum eiginleikum til að þeir væru enn auðveldari í notkun og til að slaka á eða bara hanga. Uppáhaldshlutur barnanna: Samanbrotin dýna sem hægt er að geyma undir rúminu og taka fram hvenær sem þörf er á. Krakkarnir virðast bara vilja láta sig falla á hana. Engin samskipti, bara „aaah!“
Börn eru mikilvægasta fólkið í heiminum og við eru forvitin að heyra hvað þau hafa að segja þar sem við gerum vörur fyrir þau! Þess vegna bjóðum við börnum upp á skapandi og fjörugar vinnustofur þar sem þau fá að taka þátt í vöruþróuninni. Þar geta þau tjáð sig um vörurnar, teiknað og sýnt okkur eða sagt hvað er þeim mikilvægt. Skoðanir barnanna skipta máli og hjálpa okkur að gera vörurnar betri. Þau eru náttúrulega sérfræðingarnir!
Svampur hentar vel í sethúsgögn og dýnur þar sem hann veitir góð þægindi og getur dregið úr álagi með því að laga sig að líkamanum Þú getur valið úr nokkrum mismunandi svömpum, til dæmis mjög eftirgefanlegum svampi og minnissvampi, eftir því hvaða eiginleikum þú ert að leita eftir. Áður fyrr var hráefnið í svampinn eingöngu úr nýrri jarðolíu. En nú höfum við ásamt byrgjum okkar byrjað að þróa efni sem er endurnýjanlegt og endurvinnanlegt.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Afar hentug þegar vinir koma í næturgistingu, auðvelt að brjóta hana saman og ganga frá.
Vörunúmer 103.629.63
1 pakkning(ar) alls
Má þvo í vél við hámark 40°C, venjulegur þvottur. Má ekki setja í klór. Má ekki setja í þurrkara. Straujaðu við hámark 150°C. Má ekki þurrhreinsa.
Púðinn/dýnan passar fullkomlega undir SLÄKT rúmið.
Lengd: | 96 cm |
Breidd: | 62 cm |
Hæð: | 19 cm |
Heildarþyngd: | 4,24 kg |
Nettóþyngd: | 4,16 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 110,1 l |
Vörunúmer 103.629.63
Vörunúmer | 103.629.63 |
Vörunúmer 103.629.63
Dýpt, brotið saman: | 48 cm |
Hæð (samanbrotið): | 36 cm |
Lengd: | 193 cm |
Breidd: | 62 cm |
Þykkt: | 9 cm |
Vörunúmer: | 103.629.63 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 96 cm |
Breidd: | 62 cm |
Hæð: | 19 cm |
Heildarþyngd: | 4,24 kg |
Nettóþyngd: | 4,16 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 110,1 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls