Hægt er að fjarlægja eina hlið ungbarnarúmsins þegar barnið er nógu stórt til að klifra í og úr því.
Ef þú vilt hafa stílinn í barnaherberginu samræmdan getur þú bætt við SMÅSTAD hirslum en þær passa fullkomlega með rúminu.
Barnið er öruggt í rúminu jafnvel þó þú takir hliðina af þar sem öryggisgrind er innifalin.
Sem foreldri kemur þú til með að taka barnið þitt úr rúminu og leggja það niður oft og mörgum sinnum. Þess vegna hönnuðum við barnarúmið þannig að hægt er að stilla það í þrjár mismunandi hæðir.
Í botninum á rúminu er rúmgóð skúffa sem hentar vel undir sængur, leikföng eða aukarúmföt.
Hægt er að taka fremri hluta skiptiborðsins af og breyta í fallega hillu á vegg þegar barnið hættir á bleyju.
Hægt er að draga plötuna fyrir ofan efri skúffuna út og því er auðvelt að nálgast bleyjur og aukaföt.
Rúmgóðar skúffur sem renna mjúklega og lokast hljóðlega.
Skiptiborðið er í þægilegri hæð til að standa við.
Skiptiborðið er með hentugar hirslur innan seilingar; þú getur alltaf haft aðra höndina á barninu.