ANTILOP
Áklæði,
blátt/rautt

895,-

ANTILOP
ANTILOP

ANTILOP

895,-
Aðeins fáanlegt í verslun
Með þetta litríka áklæði utan um ANTILOP stuðningspúðann fær barnið mjúkt og þægilegt sæti. Það er jafn auðvelt að setja það á og taka það af – og svo má auðvitað þvo það í vél.
ANTILOP áklæði

Okkar sýn á pólýester

Hleyptu þeim yngstu að borðinu

Pólýester er endingargott efni sem krumpast lítið og er auðvelt í umhirðu. Það er því tilvalið í fjölda vefnaðarvara eins og teppi, púða, sængur og kodda. Ókosturinn við nýtt pólýester er að það er unnið úr olíu, kolum eða náttúrugasi. Það þýðir að þegar við notum nýtt pólýester erum við að eyða dýrmætum auðlindum jarðarinnar. Okkar svar við því er að skipta út nýju pólýester fyrir endurunnið í vörunum okkar. Árið 2020 höfðum við náð því að skipta út 79% af nýju pólýesteri sem notað er í IKEA vefnaðarvörur og munum halda áfram og setja meiri kraft í þau umskipti þar til við höfum náð því markmiði að nota eingöngu endurunnið pólýester í vörunum okkar.

Öll börn hafa svipaðar þarfir fyrstu árin, sama hvar þau vaxa úr grasi. Þau þurfa til dæmis að læra að borða mat og góð leið til þess er að sjá hvernig aðrir fara að. Þetta lærdómsferli barna var það sem leiðbeindi verkfræðingnum John Forsén við þróun ANTILOP ungbarnastólsins sem leyfir börnum og foreldrum að njóta matartímans saman við eldhúsborðið. John uppgötvaði í leiðinni að hagnýt húsgögn verða oft til með óhefðbundnari leiðum.

IKEA vörur eru yfirleitt hannaðar af hönnuði í samstarfi við verkfræðing. Hönnuðurinn skissar upp vöruhugmyndina og verkfræðingur sér um uppbyggingu hennar. Við hönnun ANTILOP fór John þó beint í að hanna tölvulíkan. „Ég var með hugmynd um hvernig lokaniðurstaðan ætti að líta út. Ég byrjaði því að reikna út hvar fæturnir ættu að vera og hvaða halli þyrfti að vera á þeim til að fá öruggan og stöðugan stól,“ útskýrir hann.

Snjöll hönnun á lágu verði

Endurunnið pólýester í stað nýs

Upphaflega var allt pólýester unnið úr hráolíum sem ekki eru endurnýjanlegar en við erum að skipta því út fyrir endurunnið pólýester. Einn kostur pólýesters er að það er hægt að endurvinna það aftur og aftur án þess að það dragi úr gæðum efnisins. Þegar við framleiðum vörur úr endurunnu pólýester veitum við efni sem er ekki lífbrjótanlegt annað líf og drögum úr úrgangi sem annars færi í landfyllingu eða jafnvel í sjóinn. Í staðinn notum við PET og önnur pólýesterefni í vefnaðarvörur, kassa, eldhúsframhliðar og jafnvel í lampa. Endurunnið pólýester er alveg jafn gott og nýtt pólýester hvað varðar útlit, gæði og virkni og losar 50% minna af koltvísýringi. Vörur úr endurunnu pólýester eru alveg jafn hreinar og öruggar og vörur úr nýju pólýester.

Lágt verð helst í hendur við einfalt útlit. „Ég lagði áherslu á það sem er nauðsynlegt. ANTILOP er hannaður til að vera sterkur en meðfærilegur. Við notum plast og stál, en lítið af því, til að halda verði vörunnar lágu,“ segir John. Samsetning stólsins gerir það að verkum að auðveldara er að taka stólinn með sér þegar þess þarf, eða hafa aukastól hjá afa og ömmu þegar foreldrarnir vilja gera sér dagamun.

Lágt verð án fórna

Áskoranir við notkun á endurunnu pólýester

Skilgreiningin á góðri vöru er meira en bara lágt verð. Hún þarf líka að vera vönduð. Við tökum ströngustu kröfur á hverju svæði fyrir sig og gerum reglulegar öryggis- og gæðaprófanir til að ganga úr skugga um að ANTILOP uppfylli þær allar, sem hann gerir. Þegar nýjar reglur eða staðlar eru kynntir prófum við stólinn aftur. Allt í allt sannar ANTILOP að óhefðbundnar leiðir við framleiðslu góðra húsgagna er stundum rétta leiðin.

Endurunnið pólýester gerir okkur minna háð olíu. Magnið af pólýester sem við endurvinnum er samsvarandi því magni af hráolíu sem við spörum (það er fyrir utan hugsanlega litun eða aðra meðhöndlun á endurunnu pólýester). Með nokkrum undantekningum liggur áskorunin ekki í því að endurvinna pólýesterið heldur að gera það aðgengilegt fyrir alla með því að halda verðinu viðráðanlegu. Það er oft kostnaðarsamara fyrir neytandann að velja vörur með minni umhverfisáhrif. Því viljum við breyta með því að gera endurunnið pólýester aðgengilegt fyrir sem flesta og á viðráðanlegu verði.

Eingöngu endurunnið pólýester

IKEA hefur skuldbundið sig til að hætta notkun á jarðefnum og nota aðeins endurnýjanleg og endurvinnanleg efni fyrir árið 2030. Við erum að vinna í því að hraða þessu ferli fyrir pólýester í vörunum okkar og miðum að því að skipta út öllu nýju pólýester fyrir endurunnið í vefnaðarvörurnar okkar. Árið 2020 höfðum við skipt út 79% af nýju pólýester sem notað er í vefnaðarvörur okkar fyrir endurunnið pólýester. Það þýðir að við höfum notað 130.000 tonn af endurunnu pólýester og sparað 200.000 tonn af nýju pólýester. Við höfum ekki náð 100% markinu enn þá, en við erum komin langt á leið og höfum sigrast á mörgum hindrunum. Allt þetta magn gerir það að verkum að við erum leiðandi í notkun á endurunnu pólýester og við vonumst til þess að ákvarðanir okkar hvetji önnur fyrirtæki til breytinga.

Ábyrgur uppruni

Við hjá IKEA krefjumst þess að allt endurunnið pólýester sem notað er í vörurnar okkar sé frá endurvinnsluaðilum sem uppfylli „Global Recycled Standard“ og rekjanleiki IKEA vörunnar er tryggður með skilyrðum sem við setjum birgjunum okkar. Með því að nota einungis endurunnið pólýester sem uppfyllir skilyrði „Global Recycled Standards“ getum við tryggt að vinnuskilyrði, öryggi og umhverfisaðstæður séu í lagi í framleiðsluferlinu. Þið teljum að GRS-staðallinn sé sá besti á markaðinum í dag. Við vinnum með samstarfsaðilum okkar og samtökum í textíliðnaðinum eins og „Textile Exchange“ við að bæta staðla sem snúa að endurunnum efnum, meðal annars með tilliti til rekjanleika efnisins út fyrir endurvinnslustöðvarnar.

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er endurunnið pólýester?

Þegar við framleiðum vörur úr endurunnu pólýester fá PET-flöskur og annað úr pólýester nýtt líf í hlutum eins og vefnaðarvörum, kössum, eldhúsframhliðum og jafnvel ljósum. Þegar þú notar þessar vörur færð þú sömu gæði og virkni og frá vörum úr nýju pólýester. Að sjálfsögðu eru þessar vörur jafn hreinar og öruggar og aðrar vörur. Það sem er samt allra best er að þú stuðlar einnig að minni hráefnisnotkun.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X