DRÖMSLOTT
Teygjulak fyrir ungbarnarúm,
60x120 cm, doppótt grænt/marglitt

1.790,-/2 stykki

DRÖMSLOTT
DRÖMSLOTT

DRÖMSLOTT

1.790,- /2 stykki
Vefverslun: Uppselt
Teygjulak með doppum í öllum regnbogans litum passar auðveldlega með annarri vefnaðarvöru í barnaherberginu. Barnið sefur vært og rótt á efninu sem er úr 100% lífrænni bómull.
DRÖMSLOTT teygjulak fyrir ungbarnarúm

Góður svefnfélagi

Fyrstu vikur og mánuðir barnsins snúast að miklu leyti um svefn. Nýjum foreldrum líður stundum eins og barnið sofni aldrei á réttum tíma. En veistu hvað? Það er allt í lagi. Öll börn eru misunandi og með ólíkar þarfir. Það getur tekið smá tíma að kynnast þeim, og gott er að vera opin fyrir breytingum og að skapa sem bestar aðstæður fyrir svefninn.

„Það er mjög algengt að nýir foreldrar séu með áhyggjur af svefni barnsins – eða svefnleysi. Það er eðlilegt. Alveg eins og það er eðlilegt að börn séu með ólíkar þarfir og að þarfir þeirra geti breyst,“ segir Anna Edlundh sem hefur tekið þátt í hönnun DRÖMSLOTT rúmfatanna sem eru úr 100% bómull með GOTS-vottun.

Mjúkt og gott

„Mjúk og svöl rúmföt eru góð byrjun þegar kemur að svefni. Bómull er frábært náttúrulegt efni sem andar vel svo barninu verði ekki of heitt.“ DRÖMSLOTT vörurnar eru með sætu hvolpamynstri í hlutlausum litum sem gefa rýminu róandi yfirbragð. Börn vilja oft faðma að sér mjúkdýr á nóttunni. „Það að halda á einhverju sem þau þekkja getur hjálpað þeim að ná ró og sofna.“

Góð rútína

Ýmis atriði geta hjálpað barni að sofna, til dæmis að dimma ljósið og lækka hitastigið í herberginu. „Það getur verið gott að skapa einhverja rútínu fyrir svefninn. Til dæmis að fara í bað fyrir háttinn eða raula ákveðið lag sem barnið þekkir.“ Það er líka alveg eðlilegt ef rútínan hættir að virka. Þá er hægt að breyta til og prófa eitthvað nýtt. „Þótt svefninn breytist aðeins nær barnið yfirleitt góðri hvíld á endanum. En þú mátt ekki gleyma þér – foreldrarnir þurfa líka að hvíla sig.“

Sjá meira Sjá minna

Hugleiðingar hönnuða

Sara Ödman, hönnuður

„DRÖMSLOTT vefnaðarlínan er innblásin af hvolpum og draumum. Hugmyndin var að búa til einfalda hönnun sem væri bæði krúttleg og heillandi. Ég vildi færa mynstrinu meiri mýkt og valdi að blanda saman hvolpum, doppum og skýjum. Ég vona að vefnaðurinn gleðji börn og foreldra og færi þeim værð um leið. Mottan er í sérstöku eftirlæti. Hvolpurinn er svo glaðlegur og mjúkur, alltaf til í knús.“


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X