Borðið er með góðum opnum hirslum sem þú getur lagað að þínum þörfum – annað hvort með persónulegum munum eða góðum kössum.
Eikarútlit borðplötunnar skapar hlýlegt og náttúrulegt yfirbragð.
Húsgögnin í SKRUVBY línunni eru hönnuð á þann hátt að þau passi vel saman. Þú getur því raðað þeim saman eða verið með eitt og leyft því að njóta sín.
Einfalt að setja saman því blindnaglarnir smellast auðveldlega í forboruð göt og þenjast síðan út.
Smáatriðin eins og fæturnir og rúnnaðar brúnir borðplötunnar gefa húsgagninu karakter og undirstrika hefðbundinn stílinn.