Skúffustopparar koma í veg fyrir að skúffurnar séu dregnar of langt út.
Efsti hlutinn er með háum brúnum sem halda öllu á sínum stað. Þú getur því fyllt hann með snakki til að fylla á orkubirgðirnar fyrir næsta leik.
Þú getur geymt smáhluti í efstu skúffunni, og í stærstu skúffunni sem er neðst er pláss til að fela allt það sem þú vilt hafa við höndina.
Þú getur auðveldlega rennt skúffueiningunni undir borðið til að spara pláss.
Hjól sem hægt er að læsa tryggja að skúffueiningin sé þar sem þú vilt hafa hana.
Á hliðinni er snagi fyrir heyrnartól eða snúrur, svo þú getir alltaf nálgast þau.
Á skúffueiningunni er gat á toppnum og sérstök hólf að aftan til að auðvelda þér snúruskipulagið.
Skúffur með innbyggðum dempurum svo þær lokist hljóðlega og mjúklega.