FRÖJERED
Skúffuframhlið,
40x40 cm, ljós bambus

5.650,-

5.450,-

Nýtt lægra verð


FRÖJERED
Nánari upplýsingar fást í verslun eða þjónustuveri
FRÖJERED

FRÖJERED

5.650,-
5.450,-
Vefverslun: Uppselt
Líflegt, hlýlegt og vekur sannarlega athygli. FRÖJERED framhliðarnar eru úr bambus – sjálfbært og endingargott efni sem hentar einkar vel í eldhúsið. Innfelldar höldur auka á stílhreint og nútímalegt útlitið.
FRÖJERED skúffuframhlið

Listin að gera meira úr minna

Stundum getur lausnin verið nær en maður heldur. Það þarf bara að horfa á hlutina frá öðru sjónarhorni. Það var það sem gerðist þegar við vildum gera nýjar sjálfbærar eldhúsframhliðar. Efniviðurinn sem við notum bæði utan á og inn í FRÖJERED skúffuframhliðarnar er algengur í vörunum okkar en hefur ekki áður verið notaður í eldhús.

Sara Åberg vinnur við vörustýringu fyrir eldhúsin okkar og er alltaf að leita að nýjum efnivið og hönnun sem stuðlar að sjálfbærari eldhúsum. „IKEA hefur reynda sérfræðinga í mismunandi efnivið á sínum snærum og þeir bentu okkur á að bambus gæti verið áhugaverður umhverfisvænn kostur í skúffuframhliðar“, segir Sara. Bambus er grastegund sem vex mjög hratt. Þegar bambusinn hefur verið höggvinn niður koma nýir sprotar á ræturnar og ræktunin þarfnast hvorki vökvunar eða skordýraeiturs.

Náttúruleg tilbrigði

Til að gera flatt yfirborð úr hörðum bambusnum eru teknar ræmur af trefjum og þær límdar saman í lögum. „Bambus ræmurnar hafa hver sinn náttúrulega litatón og venjulega er þeim sem skera sig úr hent. En við ákváðum heldur að blanda þeim öllum saman í stað þess að leita að rétta litnum. Þannig náðum við að nota meira af efniviðnum og FRÖJERED er enn líflegra og fallegra.“

Létt og sterkbyggð smíði

Fyllingin í framhliðunum er nýjung í eldhúsi. Við notum smíði sem við höfum lengi notað í hillur og aðrar vörur, einskonar samloku – og höfum nú gert hana þynnri. Þannig verður framhliðin mjög létt en samt sterkbyggð og þarfnast minni efniviðar. Fyllingin er úr 100% endurunnum pappír sem er formaður eins og vaxkaka. Vinnan við FRÖJERED var mjög gott samstarfsverkefni segir Sara. „Með því að taka efnivið og smíði sem við þekkjum og setja það saman á nýjan hátt hefur okkur tekist að nýta auðlindir jarðar á skynsamari hátt.“

Sjá meira Sjá minna

Hugleiðingar hönnuða

Maja Ganszyniec, hönnuður

„Í leit að sjálfbærari kosti fyrir við heillaðist ég að bambus og fékk innblástur til að prófa eitthvað nýtt. Ég hannaði eldhúsframhliðar sem sýna náttúrulega fegurð efniðviðarins að utanverðu en eru holar að innan. Traust en létt – og sparar mikinn efnivið. FRÖJDERED hurðir og skúffuframhliðar eru auðmjúkar og einfaldar – ég vona að þær geti breytt skynjun okkar á fegurð og hjálpað okkur að uppgötva fegurðina í sjálfbærari kostum.“

Efni

Listin að gera meira úr minna

Við leggjum mikla áherslu á að nýta auðlindir jarðar á skynsaman hátt. Við völdum að gera FRÖJERED skúffuframhliðarnar úr bambus; grastegund sem vex mjög hratt og þarfnast ekki vökvunar eða skordýraeiturs. Framhliðarnar eru traustar, léttar og fylltar með endurunnum pappír.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X