Stillanlegir fætur til að auka stöðugleika sjónvarpsbekksins, jafnvel á ójöfnu gólfi.
Það er auðvelt að halda snúrunum frá sjónvarpinu og öðrum tækjum úr augsýn en samt aðgengilegar, þar sem það eru sérstök göt fyrir þær á bakhlið sjónvarsbekksins.
Skúffurnar tvær geyma auðveldlega fjarstýringar, leikjatölvur og annan aukabúnað fyrir sjónvörp.
Lamirnar eru með innbyggðan þrýstiopnara, svo að þú þarft ekki höldur eða hnúða og getur opnað með því að þrýsta létt á.
Skúffubrautirnar eru stillanlegar svo þú getur stillt framhliðina til, bæði lárétt og á dýptina.
Nýttu BESTÅ hirsluna til fulls og komdu á skipulagi með kössum og innleggjum að eigin vali.
BJÖRKÖVIKEN framhliðar eru úr eikarspóni sem færir hverri hurð gæði og náttúrulegt yfirbragð.