Skápur með glerhurð með þili þar sem þú getur bæði sýnt og falið hlutina þína eftir þörfum.
Rennihurðir gefa meira rými fyrir húsgögn þar sem þær taka ekkert pláss þegar þær eru opnaðar.
Þú getur haft fallegustu hlutina og uppáhaldsminjagripina til sýnis í glerskápnum og auðveldlega bætt við lýsingu þar sem skápurinn er með góðu snúruskipulagi.
Hurðirnar að lokuðu hirslum eru með fallegu mynstri sem prýðir rýmið.