Sniðugu vörurnar í ÄLGANÄS línunni eru léttar með áberandi og skemmtilegu formi.
Meira pláss fyrir hlutina þína. Góð hirsla í smærri rými, til dæmis litla forstofu.
Úr duftlökkuðu stáli sem er einfalt í umhirðu og endist vel. Hentar vel undir skó.
Svart duftlakkað yfirborðið hefur örlítinn gljáa sem undirstrikar skemmtilega lögun standsins.
Einfalt að færa til og hentar í flest rými, til dæmis í forstofuna, opna fataskápa eða vandræðahornið á bak við hurð.
Með standinum fylgja tveir minni snagar sem eru færanlegir. Þeir eru með teygjum og þú getur haft þá á hinum snögunum.
Litli bakkinn er kjörinn undir lykla við útidyrnar.
Neðri hillan rúmar tvö skópör, hjálm eða íþróttatösku.
Veggfestingarnar eru faldar inni í stönginni og undir skóhillunni og færa hirslunni snyrtilegt og mínimalískt útlit.