3.150,-
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
BROR
Má líka nota á baðherbergjum eða á öðrum stöðum innandyra þar sem raki er mikill.
Yfirborðið er slitsterkt, hrindir frá sér óhreinindum og er auðvelt í þrifum.
Settu stöðugu, endingargóðu hilluna hvar sem er – í bílskúrinn, baðherbergið, eldhúsið og búrið – því hún þolir raka, óhreinindi og þunga muni.
Hentar hvar sem er á heimilinu – í bílskúrnum, baðherberginu, eldhúsinu og matarbúrinu – því hún þolir raka, óhreinindi og þunga hluti.
Hillan hentar fyrir þunga hluti þar sem hún þolir 100 kíló sem er tvöfalt meiri þyngd en venjulegar hillur þola.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Þú getur nota aukahillurnar til að búa til meira pláss fyrir fleiri hluti þegar þarfir þínar breytast.
Lítur bílskúrinn þinn stundum út eins og hluti af horfinni siðmenningu? Staflar af málningardósum umhverfis bílinn, íþóttabúnaður sem engin notar og kassar með gleymdum áhugamálum. Lina Ringefelt vöruhönnuður hjá IKEA vildi leysa úr þessum vanda. Útkoman: Sterkbyggðu BROR hirslurnar.
Lína og samstarfsfólk hennar könnuðu þarfir fólks þegar það kemur að nýtingu bílskúrsins og komust að því að fólk vill allt frá fullútbúnum tómstundaherbergjum að stað til að umpotta og bílaviðgerða, ásamt því að geyma allt frá stærri verkfærum að árstíðabundnum búnaði. Margir vilja einnig opnar, lokaðar og læsanlegar hirslur sem þola mikinn þunga
„Ég fékk innblástur að hönnuninni af sígildum iðnaðarhúsgögnum, sem notuð voru í verksmiðjum á sjötta áratugi síðustu aldar, ásamt Mekkanó smíðaleikföngum,“ segir Lina. „Hugmyndin var að búa til fallegar hirslur sem gætu borið tvöfalt á við aðrar hirslur sem við framleiddum á þeim tíma.“ Verkfræðingurinn Philip Nedergaard gekk úr skugga um að hirslan þyldi það sem henni var ætlað að bera. „Til að prófa hirslurnar notuðum það sem kallað er „verstu mögulegu aðstæður“ og hlóðum þær með pokum fylltum steinum til að sjá hvort þær gætu í raun borið nánast hvað sem þér gæti dottið í hug að geyma í bílskúrnum,“ segir hann.
Útkoman er stillanleg hirslulína með opnum og lokuðum hirslum ásamt hjólavagni sem bæði er hægt að nota sem færanlega hirslu og vinnustöð. En hugsanlega er helsti kostur línunnar sá að hún nær að sameina fallega hönnun með notagildi. BROR er auðveldlega einnig hægt að nota inni á heimilinu.
Stál hefur þá einstaka eiginleika að þó það hafi verið teygt og mótað þá heldur það styrk sínum. Það er notað til að styrkja allt frá skýjakljúfum og bílum að rúmgrindum og útihúsgögnum. Stáliðnaðurinn hefur verið að stefna í átt að orkunýtnari framleiðslu og betri gæðum. Stál tapar ekki eiginleikum þegar það er endurunnið og í dag er það eitt af þeim efnum sem mest er endurunnið í heiminum.
BROR hirslurnar þola mikið. Dýpstu og breiðustu hillurnar geta haldið 130 kg og minnsta hillan þolir 70 kg. Það þýðir að þú getur auðveldlega geymt bæði dekk og þunga blómapotta. Við vitum það því við prófuðum að fylla hillurnar með steinsteypupokum til að tryggja að þær þoli nánast allt sem þér dettur í huga að geyma. Sama hvort umhverfið sé rakt og hlýtt eins og á hitabeltissvæðum eða þurrt og ískalt.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Vörunúmer 403.827.85
1 pakkning(ar) alls
Þurrkaðu af með mjúkum, rökum klút og mildum uppþvottalegi eða sápu, ef þörf krefur.
Notist aðeins innandyra.
: Lágmarksfjöldi hilla fyrir stöðuga einingu með 190 cm háum stoðum: Fjórar hillur eða tvær hillur og skápur. Skúffur stuðla ekki að stöðugleika einingar (það þarf alltaf að vera með lágmarksfjölda hilla).
Lágmarksfjöldi hilla fyrir stöðuga einingu með 110 cm háum stoðum: Þrjár hillur eða hilla og skápur. Skúffur stuðla ekki að stöðugleika einingar (það þarf alltaf að vera með lágmarksfjölda hilla).
Hirslan hefur verið hönnuð prófuð fyrir notkun í atvinnuskyni og uppfyllir kröfur um endingu og stöðugleika samkvæmt eftirfarandi stöðlum: EN 14073, EN14074, ANSI/BIFMA x5.9 og ISO-7170.
Lengd: | 65 cm |
Breidd: | 54 cm |
Hæð: | 2 cm |
Heildarþyngd: | 3,75 kg |
Nettóþyngd: | 3,43 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 6,7 l |
Vörunúmer 403.827.85
Vörunúmer | 403.827.85 |
Vörunúmer 403.827.85
Breidd: | 64 cm |
Dýpt: | 54 cm |
Þykkt: | 5 cm |
Burðarþol: | 100 kg |
Vörunúmer: | 403.827.85 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 65 cm |
Breidd: | 54 cm |
Hæð: | 2 cm |
Heildarþyngd: | 3,75 kg |
Nettóþyngd: | 3,43 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 6,7 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls