Bómullar- og hörblanda sem sameinar mýkt bómullarinnar og gljáa og þéttleika hörsins.
Stráðu hveiti yfir hefunarkörfuna fyrir hverja notkun, gættu þess að hveitið þeki alla körfuna og fari í allar raufar. Snúðu körfunni og hristu varlega úr henni umframhveiti.
Þú gætir þurft að nota meira hveiti í fyrsta skiptið sem þú notar hefunarkörfuna til að koma í veg fyrir að deigið festist við hana. Það getur tekið allt að þrjú skipti fyrir hefunarkörfuna að virka á sem bestan hátt.
Settu deigið í hefunarkörfuna og leggðu meðfylgjandi klút yfir hana. Þegar deigið er búið að hefast skaltu setja brauðið á bökunarplötuna og inn í ofn.
Fyrir fyrstu notkun þarf að: Bleyta körfuna örlítið með vatni. Strá hveiti yfir körfuna. Snúa körfunni á hvolf og hrista varlega umframhveiti úr henni og leyfa henni svo að þorna.
Reyr er náttúrulegt efni með mismunandi litbrigði og áferð.