Saga
Hótelbragur á baðherberginu
Hvernig líður þér þegar þú stígur inn á baðherbergið þitt? Kannski er það aðeins handhægur staður til að líta í spegil í upphafi dags. Með KABOMBA ljósunum viljum við breyta baðherberginu í eitthvað meira. Með rétt ljós á réttum stöðum verður lýsingin á baðherberginu bæði skilvirk og notaleg – svolítið eins og á hóteli.
Hvernig ættir þú að skipuleggja lýsinguna á baðherberginu? „Baðherbergi geta litið mjög mismunandi út þegar kemur að stærð, stíl og virkni. Besta ráðið er því að blanda saman mismunandi ljósgjöfum,“ segir Anna Granath, sem vinnur með lýsingu hjá IKEA. „Þú þarft almenna lýsingu úr loftinu þegar þú þrífur og mjúka, glampalausa birtu nálægt speglinum til að koma í veg fyrir skuggamyndun á andlitinu.“
Rétt lýsing fyrir andlitið
Þú færð bestu lýsinguna fyrir andlitið með einu ljósi sem beinist að þér á hvorri hlið spegilsins. „Rétthyrnt ljós hentar vel til að dreifa birtunni og er sérstaklega algeng á baðherbergjum. Hönnuðirnir sem bjuggu til KABOMBA, léku sér með formið með því að skipta vegglampanum í þrjá hringi í röð. Það gefur fallega myndrænt yfirbragð.“ Í vörulínunni fæst einnig kringlóttur vegglampi með stækkunarspegli sem hentar vel þegar linsurnar eru settar í eða farði settur á.
Skapaðu rétta andrúmsloftið með lýsingunni
Vegglamparnir eru dimmanlegir svo þú getur auðveldlega stillt birtustigið eftir tíma dags eða því sem þú ert að gera. Lýsing á baðherberginu skiptir ekki aðeins máli upp á virkni heldur þarft þú einnig að geta nýtt hana í að skapa rétta andrúmsloftið og persónulegan stíl. „Við höfum fengið innblástur frá hefðbundnum hótelum og viljum að KABOMBA stuðli að hversdagslegum lúxus. Við vonum að þú getir slakað á og lokað á umheiminn um stund þegar þú kveikir á ljósunum.“