2.490,-/4 stykki
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
SÄLLSKAPLIG
Saknar þú sunnudagsmatsins hjá ömmu eða ertu kannski bara mikið fyrir gamaldags og fallega glervöru? Með SÄLLSKAPLIG getur þú endurskapað það besta frá gömlu góðu tímunum heima hjá þér. Hönnuðurinn Hanna-Kaarina Heikkilä var innblásin af hefðbundnum glervörum þegar hún bjó til mynstur og form fyrir SÄLLSKAPLIG línuna.
Hanna-Kaarina er áhugasamur glasasafnari. „Ég elska glös frá mismunandi tímum og stöðum. Fyrir SÄLLSKAPLIG var ég innblásin af glervörunum sem þú finnur á rykugum gömlum flóamörkuðum,“segir hún.
Glös hafa verið hluti af sögu okkar í þúsundir ára – hversdagslegur hlutur en einnig eitthvað sem aðeins er notað við sérstök tækifæri. Þessum mun vill Hanna-Kaarina eyða. „Það ætti ekki að vera svo alvarlegt að leggja á borð, það ætti að vera skemmtilegt. Stundum langar þig bara að bæta venjulegan mánudagsmorgun með einhverju skemmtilegu. Með því að drekka safa úr háu vínglasi getur þú látið byrjun vikunnar verða eins og byrjun helgarinnar.“
„Í mínum huga er gler verðmætt efni. Mér finnst heillandi að geta breytt einföldu efni eins og sandi í fallega og nytsamlega hluti og form. Mér finnst líka gott að glerið sé sjálfbært þar sem það er hægt að endurvinna það í endalausri hringrás,“ segir Hanna-Kaarina. Öll glösin, skálarnar og karöflurnar í SÄLLSKAPLIG seríunni tala sama tungumál en hafa sterkan karakter. Með glervörum í mismunandi hæð getur þú myndað skemmtilega bylgjótt landslag á borðinu. „Í línunni blandast saman lífræn form og rúmfræðileg mynstur sem hægt er að nota með borðbúnaðinum sem þú átt nú þegar heima hjá þér. Ég vona að SÄLLSKAPLIG hjálpi þér að fá nýjar hugmyndir fyrir matarborðið og geri hversdaginn þinn kannski aðeins hátíðlegri.“
Þegar við hönnuðum SÄLLSKAPLIG vildum við hanna glervöru sem setur punktinn yfir i-ið á hversdaginn. Innblásturinn fengum við frá glervörum sem má finna á flóamörkuðum. Vörurnar standa fyrir það besta frá gamla tímanum með nútímalegum eiginleikum. Í þeim blandast saman náttúruleg form og geómetrísk mynstur sem auðvelt er að nota með borðbúnaðinum sem þú átt fyrir.
Ég er mikill glermunasafnari og elska flóamarkaði. Það að auki finnst mér sérstaklega gaman að teikna upp gamla hluti og bæta við þá nútímalegum eiginleikum – því var það algjör draumur fyrir mig að fá að hanna SÄLLSKAPLIG glervörurnar. Form og útlit varanna svipa til fortíðar og þær henta einstaklega vel með sígildum borðbúnaði, en það er einnig hægt að nota þær á nýjan og skapandi hátt. Þær eru einnig tilvaldar til að bæta smá lúxus við hversdagslífið!
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Tilvalið fyrir kampavín og freyðivín, en hentar einnig fyrir kokteila og aðra drykki.
Hentar jafn vel fyrir hátíðleg tilefni eins og afmæli og brúðkaup eins og fyrir hversdagslega notkun heima með fjölskyldunni.
Vörunúmer 904.729.05
1 pakkning(ar) alls
Má fara í uppþvottavél, allt að 70°C. Fyrir mat og drykki, þolir allt að 50°C.
Lengd: | 21 cm |
Breidd: | 21 cm |
Hæð: | 15 cm |
Heildarþyngd: | 1,00 kg |
Nettóþyngd: | 0,88 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 6,9 l |
Vörunúmer 904.729.05
Vörunúmer | 904.729.05 |
Vörunúmer 904.729.05
Hæð: | 14 cm |
Magn: | 21 cl |
Fjöldi í pakka: | 4 stykki |
Vörunúmer: | 904.729.05 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 21 cm |
Breidd: | 21 cm |
Hæð: | 15 cm |
Heildarþyngd: | 1,00 kg |
Nettóþyngd: | 0,88 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 6,9 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls