SÄLLSKAPLIG
Kampavínsglas,
21 cl, glært gler/mynstrað

2.490,-/4 stykki

SÄLLSKAPLIG
SÄLLSKAPLIG

SÄLLSKAPLIG

2.490,- /4 stykki
Vefverslun: Uppselt
Saknar þú kvöldverða hjá ömmu eða ertu kannski bara mikið fyrir gamaldags og fallega glervöru? Þá eru þessi glös fyrir þig. Sígild, glæsileg, falleg og tilvalin fyrir hefðbundið útlit á borðinu.

Form/Hönnunarferli

Hátíðlegri hversdagur með SÄLLSKAPLIG

Þegar við hönnuðum SÄLLSKAPLIG vildum við hanna glervöru sem setur punktinn yfir i-ið á hversdaginn. Innblásturinn fengum við frá glervörum sem má finna á flóamörkuðum. Vörurnar standa fyrir það besta frá gamla tímanum með nútímalegum eiginleikum. Í þeim blandast saman náttúruleg form og geómetrísk mynstur sem auðvelt er að nota með borðbúnaðinum sem þú átt fyrir.

Efni

Hvað er gler?

Gler er að mestu úr sandi, natróni og kalki sem er brætt á háum hita. Hægt er að herða glerið eða bæta við það mismunandi aukaefnum til að gera það einstaklega sterkt og höggþolið og í sumum tilfellum má jafnvel taka það úr frysti og setja beint í heitan ofn án þess að það springi. Stór kostur við glerið er að það er hægt að endurvinna það aftur og aftur án þess að það tapi gæðum. Það þarf líka minni orku til að bræða endurunnið gler en til að framleiða nýtt gler. Markmið okkar er að nota eingöngu endurunnið gler í vöruvali okkar í framtíðinni.

Hugleiðingar hönnuða

Hanna-Kaarina Heikkilä, hönnuður

Ég er mikill glermunasafnari og elska flóamarkaði. Það að auki finnst mér sérstaklega gaman að teikna upp gamla hluti og bæta við þá nútímalegum eiginleikum – því var það algjör draumur fyrir mig að fá að hanna SÄLLSKAPLIG glervörurnar. Form og útlit varanna svipa til fortíðar og þær henta einstaklega vel með sígildum borðbúnaði, en það er einnig hægt að nota þær á nýjan og skapandi hátt. Þær eru einnig tilvaldar til að bæta smá lúxus við hversdagslífið!


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X