DAKSJUS
Plöntustandur,
60 cm, bambus

5.490,-

DAKSJUS
DAKSJUS

DAKSJUS

5.490,-
Vefverslun: Uppselt
DAKSJUS plöntustandurinn gerir plönturnar sýnilegri og heimilið líflegra. Úr bambus – endingargóðu og endurnýjanlegu efni sem skapar hlýja og róandi stemningu á heimilinu. Hluti af DAKSJUS línunni.

Hugleiðingar hönnuða

W Braasch/L Gil/A-M Nilsson, hönnuðir

„Það getur verið áskorun fyrir plöntuáhugafólk að búa í litlu rými. Þess vegna hönnuðum við DAKSJUS plöntustandinn sem nýtir gólfplássið vel með því að stilla upp blómunum lóðrétt. Hann er fyrirferðalítill með höllum fótum og tekur lítið pláss. Rúnnaðir fætur færa honum létt yfirbragð sem kemur vel út með náttúrulegri fegurð plantna. Svo er einfalt að færa hann til þar sem hann er úr sterkum og léttum bambus. Plöntustandurinn er eins og auður strigi sem þráir að vera skreyttur fallegum plöntum.

Form/Hönnunarferli

Í blóma lífsins

DAKSJUS línan snýst um gleðina sem fylgir plöntum og gróðurrækt. Við vonum að hún hvetji þig til að umkringja þig grænum gleðigjöfum sem veita orku og fríska upp á andrúmsloftið. Í línunni eru plöntustandar, blómapottar og -vasar sem auðvelda þér að rækta og skarta plöntum, jafnvel í smærri rýmum. Svo eru einnig aukahlutir sem einfalda málið. Gefðu sköpunarkraftinum lausan tauminn og fylltu heimilið af plöntum, lit og gleði.

Efni

Hvað er bambus?

Bambus er sterkur, sveignalegur og vex hratt – það er einnig hægt að nota hann á marga vegu og því er hann frábært endurnýjanlegt hráefni. Hann er í raun grastegund sem vex án þess að þurfa á áburði eða vökvun á að halda. Þegar hann hefur verið skorinn upp vaxa nýir stilkar sem hægt verður að nýta eftir fjögur til sex ár. Við hjá IKEA notum bambus meðal annars í húsgögn, baðherbergisvörur, körfur og lampaskerma og erum stöðugt að leita að nýjum leiðum til að nýta þetta fjölhæfa hráefni.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X