Skynjarinn kannar loftgæði með því að nema agnir (PM2,5) á heimilinu.
Með eigin rafmagnsnúru og millistykki geturðu auðveldlega kveikt á og notað skynjarann. Þú þarft bara að tengja hann við USB-C snúru og bíða í örfáar sekúndur.
Ljós sýnir þrjú stig af loftgæðum – grænt (gott), gult (í lagi) og rautt (slæmt).
Kemur sér vel með FÖRNUFTIG lofthreinsitæki. Þegar loftgæðin eru slæm getur þú kveikt á FÖRNUFTIG lofthreinsitæki til að njóta góðra loftgæða.
Hafðu hann í stofunni, svefnherberginu eða þar sem þú ert oft. Lítill og nettur og því getur þú fært hann á milli herbergja og verið viss um að loftgæðin séu góð alls staðar á heimilinu.
Jafn hentugt í smærri og stærri rými þar sem loftgæðin eru yfirleitt svipuð í öllu rýminu.