Það er auðvelt að ryksuga undir rúminu til að halda rýminu hreinu og rykfríu.
Það er þægilegt að halla sér upp að mjúka, bólstraða höfðagaflinum við lestur eða sjónvarpsáhorf uppi í rúmi.
Hægt er að fjarlægja áklæðið og þvo í vél, sem gerir það að verkum að það er auðvelt að halda rúminu hreinu og það endist lengur. Áklæðið er í tveimur hlutum og því auðvelt að taka það af og setja aftur á.
Rúmgrindin er í sígildum stíl með mjúku áklæði, bogalaga höfðagafli og bryddingum á göflunum.
Áklæðið nær niður á gólf og felur hluti sem þú geymir undir rúminu – fullkomið ef þú vilt geyma kassa eða fyrirferðarmikla hluti undir rúmi.
Ljósdrappaða Kilanda-efnið er með tvítóna áferð úr mjúku pólýester sem er minnst 90% endurunnið og gerir rúmið einstaklega notalegt.
Þessi bólstraða rúmgrind færir svefnherberginu mýkt. Hún veitir þægindi á nóttunni og fegurð allan sólarhringinn.