Fiðrildaformið er notalegt fyrir allar svefnstellingar, hvort sem þú sefur á hliðinni, bakinu, maganum eða breytir um stellingu á næturnar.
Mjúkur minnissvampurinn veitir höfði, hálsi og öxlum stuðning.
Lögunin auðveldar þér að vefja örmum um púðann fyrir aukin þægindi á meðan þú sefur eða hvílir þig.
Hentar fyrir allar svefnstellingar þar sem púðinn er með bæði háa og lága hlið. Háa hliðin er notaleg fyrir fólk sem sefur á hliðinni eða bakinu og lága hliðin er tilvalin fyrir fólk sem sefur á maganum.
Áklæðið má taka af og þvo á 60°C.