Rammann má hengja upp lárétt eða lóðrétt, eftir því sem hentar best.
Endingargott plastið ver myndina þína og gerir það að verkum að það er auðveldara og öruggara fyrir þig að skipta um mynd.
Ramminn hentar fullkomlega með ALFTA sjálflímandi snögum. Með snögunum getur þú hengt upp ramma án þess að þurfa að negla eða bora og prýtt vegginn með myndum.
Efniviðurinn færir náttúruna inn á heimilið og veitir hlýlega og róandi tilfinningu.
Fallegt bros, töfrandi sólarlag eða fyndið augnablik sem ljósmyndarinn náði að fanga. Rammaðu inn góðar stundir og njóttu þess að hafa minningarnar uppi.
Hver rammi er einstakur því þeir eru handgerðir af færu handverksfólki.
Notaðu með öðrum römmum úr náttúrulegum efnivið til að gera myndavegginn líflegri.
Passar vel við aðrar vörur í KLIBBAL línunni. Skemmtilegar vörur sem fegra heimilið.