SÖDERHAMN
Tveggja sæta sófi,
með legubekk með örmum/Tallmyra hvítt/svart

114.700,-

SÖDERHAMN
Varan er afgreidd úr vöruhúsi IKEA og því er vöruvöktun ekki í boði. Vinsamlega hafðu samband við þjónustuver eða komdu í verslunina til að leggja inn biðpöntun.
SÖDERHAMN

SÖDERHAMN

114.700,-
Vefverslun: Uppselt
Ef þér líkar útlitið skaltu prófa! Djúpu sætin, færanlegu bakpúðarnir og eftirgefanlega efnið gerir sætið mjög þægilegt. Hannaðu þína eigin samsetningu, sestu aftur og slakaðu á.
SÖDERHAMN tveggja sæta sófi

Okkar sýn á bómull

Við notum bómull í mikið af vörunum okkar, í allt frá sófum og púðum til rúmfata og dýna. Hún er mjúk, endingargóð og úr endurnýjanlegum trefjum sem anda og eru góðar í að draga í sig raka. Allir þessir frábæru eiginleikar gera það að verkum að bómullin er mjög vinsæl hjá okkur en notkun hennar er ekki án áskorana. Þær felast að mestu í því að hefðbundnar ræktunaraðferðir hafa neikvæð áhrif á umhverfið ásamt því að vinnuskilyrði bómullarbænda eru oft og tíðum frekar slæmar. Þar sem við erum stórt fyrirtæki sem notar mikið af bómull viljum við knýja fram breytingar í bómullariðnaðinum.

Vinnum saman að betri framtíð

IKEA notar um 0,5 prósent af allri bómull sem ræktuð er í heiminum á ársgrundvelli. Það virðist kannski ekki mikið, en magnið er þó þannig að við getum knúið fram breytingar á bómullariðnaðinum. Við höfum lengi unnið með samstarfsaðilum og hagsmunasamtökum um allan heim að því að breyta hefðbundinni bómullarræktun og sett fram bæði samfélags- og umhverfisstaðla fyrir bómullarræktun. Við höfum til að mynda aðstoðað við að koma á fót Better Cotton Initiative (BCI) sem rekur stærsta sjálfbæra bómullarræktunarverkefni heims. BCI var stofnað til þess að gera alþjóðlega bómullarræktun betri fyrir fólkið sem vinnur að henni, betri fyrir umhverfið þar sem hún er ræktuð og betri fyrir framtíð bómullariðnaðarins. Í dag hafa fleiri en 110.000 bómullarbændur tekið upp sjálfbærari rækrunarhætti í verkefnum á vegum IKEA.

Réttir starfshættir tryggðir í allri aðfangakeðjunni

Allar IKEA vörur eru framleiddar í samræmi við IKEA IWAY staðla, sem eru siðareglur fyrir birgjana okkar. Þar eru settar fram lágmarkskröfur fyrir umhverfis- og samfélagsáhrif sem farið er fram á að birgjar fylgi, að meðtöldum staðbundnum lögum. Við sættum okkur ekki við hvers kyns nauðungarvinnu, barnaþrælkun eða óviðunandi meðferð á starfsfólki sem brýtur í bága við kröfur okkar í aðfangakeðjunni. Bómullarteymi okkar um heim allan tryggja að öll bómull sem notuð er í vörur IKEA uppfylli kröfur okkar í allri aðfangakeðjunni. Með því að vera með starfsfólk á stöðum þar sem áður hafa verið áskoranir í að vinna á ábyrgan hátt getum við risið gegn hefðbundnum aðferðum og bætt þær. Ef við uppgötvum að við getum ekki tryggt að farið sé eftir kröfum okkar á einhverjum svæðum, förum við á staðinn og knýjum fram breytingar.

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er bómull?

Bómull er ein af vinsælustu náttúrulegu trefjunum í heiminum í dag. Vefnaðarvara úr bómull er mjúk, endingargóð og það er hægt að þvo hana á háum hita. Hún andar einnig vel og dregur í sig raka – sem gerir það að verkum að gott er að hafa hana næst líkamanum. Við hjá IKEA notum meira og meira af endurunninni bómull og kappkostum við að tryggja að öll ný bómull sem við notum sé ræktuð og unnin með minna magni af skordýraeitri, áburði og vatni.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X