Það er auðvelt að halda áklæðinu hreinu þar sem hægt er að taka það af og þvo í vél.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Mjúkur sófinn endist lengi þar sem sessurnar eru fylltar með eftirgefanlegum svampi sem veitir góðan stuðning og nær fljótt réttri lögun þegar þú stendur upp úr honum.
Hægt er að raða sófaeiningunum saman á mismunandi vegu til að fá þá stærð og lögun sem hentar þér og heimilinu.
Búðu til samsetningu með teikniforritinu. Settu saman, taktu í sundur og settu aftur saman þar til allt er fullkomið.
Áklæðið er úr Hallarp efni sem er úr bómull og pólýester. Það er mjúkt, notalegt og endingargott – vefnaðurinn gefur efninu áþreifanlega áferð í tveimur fallegum litatónum.