3.950,-
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
VIHALS
VIHALS borðstofuhúsgögnin auðvelda þér að laga borðstofuna að breytilegum aðstæðum. Kannski er fjölskyldan að stækka og þú þarft meira pláss við borðið eða öfugt, börnin eru að flytja að heiman og ekki er lengur þörf á svona stóru borði en þú vilt samt halda uppáhaldsstólunum þínum. VIHALS kemur þér til bjargar!
Öll borðin og stólarnir passa saman og veita þér þannig mikinn sveigjanleika. „Þú getur hengt fellistólana upp á vegg til að hafa þá við höndina þegar margir koma saman,“ segir Anders Adler sem tók þátt í hönnunarferlinu. „Það er svo lítið mál að stafla hinum stólunum upp úti í horni ef þið viljið dansa eftir matinn.“
Í gegnum tíðina höfum við boðið upp á fjöldann allan af borðstofuhúsgögnum í vöruúrvali okkar sem hafa bæði verið hagnýt og á viðráðanlegu verði en kannski ekki alltaf passað saman. Því tókum við bestu vörurnar okkar, betrumbættum þær og pössuðum upp á að hafa þær í sama stíl. Útkoman er VIHALS. „Þetta gerði okkur kleift að uppfæra bæði útlit og gæði sem og stærðir og efnisval. Eitt af markmiðunum var að draga úr magni stáls í stólunum. Því náðum við með því að velja hágæðastál í stað hefðbundins kolefnisstáls. Það getur verið dýrara en styrkur þess gerir okkur kleift að draga úr stálmagninu og kostnaðinum.
Borðin og stólarnir eru gerð til að endast lengi. Fyrir allt frá hversdaglegum kvöldverðum að glæsilegum veislum. Hægt er að skipta út bólstruðu sætunum til að fríska upp á stólana og það er lítið mál að uppfæra borðstofuna með því að bæta við eða fjarlægja hluti eftir þörfum. „Sama grindin er notuð undir borðin. Þú getur því auðveldlega skipt út borðplötunni án þess að þurfa að kaupa þér nýtt borð, til dæmis ef hringborð henta allt í einu betur. Það er hagræði í því, ekki satt?“
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Það er auðvelt að geyma stólana þegar þeir eru ekki í notkun, þar sem hægt er að stafla saman allt að sex stólum.
Léttur stóll úr duftlökkuðu stáli og plasti, auðvelt að bera á milli staða og þurrka af.
Vörunúmer 505.691.03
1 pakkning(ar) alls
Þrífðu með rökum klút og mildu hreinsiefni. Þurrkaðu með hreinum klút. Hertu skrúfurnar eftir þörfum fyrir hámarksgæði.
Aðeins ætlað til notkunar innandyra.
Stóllinn hefur verið prófaður fyrir notkun á heimilum og uppfyllir kröfur um endingu og öryggi samkvæmt eftirfarandi stöðlum: EN 12520 og EN 1022.
Húsgagnið hefur verið prófað og stenst kröfur um burðarþol og endingu. Prófin líkja eftir eðlilegri notkun vörunnar og eru miðuð við að notendur vegi allt að 110 kg.
Lengd: | 97 cm |
Breidd: | 49 cm |
Hæð: | 9 cm |
Heildarþyngd: | 3,47 kg |
Nettóþyngd: | 2,61 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 44,2 l |
Aðeins nýjasta útgáfa skjalanna er í boði fyrir niðurhal. Það þýðir að það gæti verið eitthvað öðruvísi í skjalinu sem þú hleður niður og útgáfunni sem fygldi vörunni.
Vörunúmer 505.691.03
Vörunúmer | 505.691.03 |
Vörunúmer 505.691.03
Dýpt: | 47 cm |
Hæð: | 79 cm |
Dýpt sætis: | 40 cm |
Hæð sætis: | 45 cm |
Breidd sætis: | 39 cm |
Hámarksþyngd: | 110 kg |
Breidd: | 45 cm |
Vörunúmer: | 505.691.03 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 97 cm |
Breidd: | 49 cm |
Hæð: | 9 cm |
Heildarþyngd: | 3,47 kg |
Nettóþyngd: | 2,61 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 44,2 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls