Bómull

Bómull er eitt af mikilvægustu hráefnunum okkar. Við notum hana í miklu magni í vöruúrvali okkar; til dæmis í sófa, púða, lök og dýnur. Þó við elskum bómull erum við meðvituð um að ræktun hefðbundinnar bómullar hefur oft ekki góð áhrif á umhverfið og ræktendur. Þess vegna höfum við ákveðið að nota aðeins bómull sem er ræktuð á ábyrgan hátt.

Frá árinu 2015 hefur öll bómull í IKEA vörunum komið frá sjálfbærari ræktun. Sem þýðir að bómullin er annaðhvort endurunnin eða ræktuð með minna af vatni og lægra hlutfalli af áburði og skordýraeitri.

 

Við erum stolt af því að nota aðeins endingargóða bómull, en við viljum gera meira. Í framtíðinni viljum við nota meira af endurunninni bómull og leita leiða til að gera breytingar á allri bómullarframleiðslu.

Hvaða afleiðingar hefur bómull á fólk og jörðina?

  • Hefðbundin bómullarræktun krefst mikillar vatns- og eiturefnanotkunnar
  • Bómull er einræktuð sem þýðir að með hefðbundinni ræktun er mjög fábrotinn líffræðilegur fjölbreytileiki þar sem bómull vex.
  • Hár eiturefna- og vökvunarkostnaður getur fært ræktendur nær fátækramörkum.

Hverslags bómull notar IKEA?

  • 17% af bómullinni er endurunnin.
  • 77% af bómullinni er ræktuð samkvæmt Better Cotton Initiative (BCI). Þá er notað minna af vatni, skordýraeitri og áburði.
  • 6% af bómullinni er ræktuð af bændum sem vinna að því að verða hluti af BCI eða annarri vottun eins og e3 Cotton Program í Bandaríkjunum.

Bómull
Bómull

Ábyrg vatnsnotkun

Í hefðbundinni bómullarframleiðslu er notað mikið magn af vatni. Það hefur oft slæm áhrif á umhverfið og hefur í för með sér heilsukvilla fyrir ræktendur. Við hófum ábyrga vatnsnotkun samkvæmt stöðlum WWF. Það dregur úr umhverfisáhrifum okkar eigin framleiðslu og hjá birgjunum okkar, ýtir undir notkun á sjálfbærara vatni á svæðum með mikið af ám og eykur aðgang að hreinu vatni.


IKEA hefur forystu í betri bómullarræktun

Fyrir um tíu árum stofnuðu IKEA, Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn og fleiri aðilar samtökin Better Cotton Initiative sem vinna að því að gera alþjóðlega bómullarvinnslu betri fyrir iðnaðinn, bændurna og umhverfið. Samtökin eru ein af stærstu ástæðum þess að ræktunaraðferðir samkvæmt Better Cotton eru notaðar á alþjóðavísu.

 

Í dag er IKEA eini alþjóðlegi verslunaraðilinn sem notar eingöngu sjálfbærari bómull í vörurnar sínar. En við viljum halda áfram að hafa áhrif utan fyrirtækisins. Markmiðið okkar er að gera bómull frá sjálfbærari ræktun staðlaða, á góðu verði og aðgengilega sem flestum.

Við fórum út á akrana og hjálpuðum um 110.000 bændum að nýta sér sjálfbærari aðferðir. Það hefur haft í för með sér lægri kostnað, hærri tekjur og betra starfsumhverfi fyrir bændurna. Lífsviðurværi þeirra hefur þar af leiðandi batnað og gert mörgum börnum kleift að hefja skólagöngu. Á sama tíma og við höldum áfram að vinna á ökrunum erum við að stækka umfang bómullarverkefnisins með tilliti til vatns, líffræðilegs fjölbreytileika og landstjórnun.

WWF logo

Lestu meira um samstarf okkar og hvernig við vinnum með bómull

Frá árinu 2015 hefur öll bómull í vörum IKEA komið úr sjálfbærari ræktun. Þetta þýðir að bómullin er ræktuð með minna af vatni, áburði og skordýraeitri á sama tíma og ræktendur fá hærra hlutfall hagnaðarins.

Bómullarverkefni IKEA og WWF

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X