Vefarar vefa fyrir betri framtíð

Handofnar mottur eru vinsælar vegna þess hversu einstakt handverk þeirra er og sögunnar sem fylgir þeim. En á sama tíma hefur mottuvefnaður verið tengdur við fátækt, lélegar vinnuaðstæður og misnotkun milliliða.

 

Okkur langaði að finna leið til að vinna með framleiðendum til að fá sömu gæði og áþreifanleika og á handunninni vöru, á sama tíma og handverksfólkið fengi þau laun og vinnuaðstöðu sem það á skilið. Í ljós kom að það var hægt!

Betri aðstæður, betri vörur

Bætt framleiðsluferli á handunnu mottunum fólst í betri vinnuaðstöðu og launum og það hafði jákvæð áhrif á alla sem eiga í hlut. Fyrir vefarana þýðir þetta starfsöryggi, reglulegar pantanir, starfstækifæri og stöðug innkoma. Við höfum fjarlægt milliliði og umboðsaðila úr keðjunni og skipt þeim út fyrir miðstöðvar fyrir vefarana sem fylgja siðareglum okkar og öryggisstöðlum.

vefnaðar vara

Vefaðferð á gamla mátann

Í gegnum tíðina hefur mottuvefnaður á Indlandi og í Bangladesh verið aukastarf. Fólk vefur inni á heimilum sínum eða ólöglegum verksmiðjum og vefararnir hafa þurft að sætta sig við óreglulegar pantanir og óstöðugar tekjur. Þar að auki eru fyrirtækin oft rekin af milliliðum sem taka væna fúlgu af fjár fyrir.

Nýjar aðferðir

Árið 2010 fór IKEA af stað með verkefni sem fólst í því að breyta framleiðsluvefnaðinum. Í samstarfi við birgja á Indlandi og í Bangladesh komum við á laggirnar vefaramiðstöðvum með betri aðstæðum fyrir vefara á ýmsum sviðum.

„Fyrst og fremst fullvissuðum við okkur um að vefararnir fengu regluleg verkefni í öruggu umhverfi, með lögvernduð laun, orlof og fríar samgöngur. Þá voru einnig opnaðir tveir skólar þar sem iðnnemarnir fá laun á meðan á starfsnáminu stendur.“

Kushal Chakravorty, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá IKEA

vefarar

Markmið okkar er að opna vefnaðarverkstæði í návígi við heimili vefaranna og annarra starfsmanna svo þeir þurfi ekki að flytja frá heimilum sínum til að fá vinnu. Við breyttum einnig vefnaðarferlinu með því að hanna nýjan vefstól sem er ekki eins þungur í notkun. Nýi vefstóllinn veitir konum fleiri tækifæri sem hjálpa þeim að komast út á vinnumarkaðinn og öðlast fjárhagsöryggi. Það var einnig ákveðið að fá ekki einkaleyfi á nýja vefstólinn svo að allir gætu átt kost á því að nota hann.

„Ég hef unnið á nýja vefstólnum síðastliðna sex mánuði og það er miklu betra. Ég þarf ekki að vinna með öðrum og hann reynir ekki eins mikið á bakið,“.

Tabassum, vefari

vefnaðarvara

Heldur handiðninni lifandi

Betra starfsumhverfi fyrir vefarana er ekki aðeins betra fyrir samfélagið, vöruúrvalið og umhverfið. Þetta hefur í för með sér að fleira fólk getur notið einstöku handunnu varanna sem fólk allastaðar í heiminum getur keypt sér. Handunnin motta á skilið verðskuldaða athygli, eins og sönnu listaverki sæmir, jafnvel þó að flest okkar notum það eins og mottu.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X