Góð ráð:
Ekki henda pizzunni upp í loft. Það lítur faglega út en getur myndað göt í deiginu.
Þegar álegg er sett á er gott að byrja á sósunni, síðan ostinum og því næst áleggi. Ef mikill ostur er settur ofan á áleggið getur það soðnað í stað þess að bakast. Ekki setja of mikið álegg á pizzuna og dreifðu því vel.
Ef loftbólur myndast þegar pizzan er bökuð er gott að stinga á þær strax með gaffli.
Pizzanetið loðir við botninn fyrstu skiptin sem það er notað. Fyrir fyrstu notkun netsins þarf að baka það við háan hita í 10 mínútur. Ekki má þvo netið.