18. desember er síðasti dagurinn til að panta sendingar þannig að vörurnar berist örugglega fyrir jól. Sendingar sem pantaðar eru eftir 18. desember verða afgreiddar eins fljótt og hægt er en við getum ekki tryggt að þær berist fyrir jólin.
Dropp staðir | Þyngd | Verð |
Allir afhendingarstaðir | ||
0-10kg | 890,- | |
10-30kg | 1.790,- | |
Heimsendingar 18-22 | ||
Höfuðborgarsvæðið og Suðvesturhornið | allt að 150kg | verð frá 1.290,- |
Heimsendingar 10-16 | ||
Höfuðborgarsvæðið | allt að 150kg | verð frá 1.290,- |
Verð miðast við þyngd eða rúmmálsþyngd, hvort sem hærra er
Sendingarkostnaður utan höfuðborgasvæðisins er samkvæmt gjaldskrá á www.samskip.is. Ef sendingarkostnaður fer yfir 24.900 krónur festum við hann í þeirri upphæð, fyrir sendingar allt að 500 kg. Eftir það tekur almenn gjaldskrá Samskipa við, en IKEA gefur viðskiptavinum sínum allt að 20% afslátt af þeirri gjaldskrá.
Sendingar eru fluttar í vöruhús flutningsaðila. Athugið að hafa þarf samband við Samskip ef óskað er eftir að fá vörurnar sendar heim að dyrum. Í þeim tilvikum þarf að greiða aukagjald hjá Samskip samkvæmt verðskrá. Við hjá IKEA kappkostum að afgreiða vöruna eins fljótt og hægt er úr húsi.
Rekja og finna sendingu
Hér getur þú flett upp sendingarnúmeri til að sjá hvar pöntunin þín er stödd
Rekja sendinguFast verð fyrir sendingar undir 900 kg er 9500 krónur. Ef sendingin er 900 kg eða þyngri þá er greitt samkvæmt gjaldskrá IKEA.
Heimsendingarþjónustan felur í sér akstur frá IKEA að heimili viðskiptavinar þar sem bílstjóri kemur vörunum út fyrir lyftu á bíl. Til að tryggja hagkvæmni heimsendinga þarf móttakandi að vera heima á þeim tíma sem vörurnar berast. Ef viðkomandi er ekki heima verða vörur sendar aftur til IKEA. Athugið að bílstjóri sér eingöngu um akstur. Hvers konar tjón eða skemmdir sem verða á vörunum eftir að þær eru komnar úr bílnum eru á ábyrgð viðtakanda. Ekki er sendingarþjónusta á samsettum vörum.
Ef þörf er á aðstoð við að bera vörurnar inn á heimilið bendum við á sendibílaþjónustur, þar er greitt eftir gjaldskrá.
Viðskiptavinir geta valið að fá vörurnar sendar heim annað hvort frá 9-12, 13-16 eða 16-20 virka daga og um helgar frá 10-13 eða 13-17. Ekki er hægt að gefa upp nákvæmari tímasetningu.
Til að tryggja hagkvæmni heimsendinga þarf móttakandi að vera á staðnum á þeim tíma sem vörurnar berast. Sé viðkomandi ekki á staðnum verða vörurnar sendar aftur til IKEA og getur viðskiptavinur nálgast þær þar eða hringt í þjónustuver og greitt aftur fyrir heimsendingu á nýjum tíma.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn