Vörur á góðu verði eru kjarni starfsemi okkar. Það þýðir ekki að við gerum málamiðlanir þegar kemur að gæðum eða öryggi. IKEA vörur verða að vera öruggar, út frá bæði heilbrigðis- og umhverfissjónarmiðum.
Við kappkostum að fylgja ströngustu öryggis- og gæðastöðlum sem finnast á hverjum markaði og göngum jafnvel lengra en það ef við teljum ástæðu til og setjum eigin strangari kröfur. Við hönnun hverrar einustu vöru gætum við þess vandlega að staðið sé við loforðið sem við gefum viðskiptavinum okkar – að IKEA vörur séu öruggar.
Hjá IKEA er vöruöryggismat nauðsynlegur hluti af vöruþróunarferlinu. Hönnuðir okkar, starfsmenn vöruþróunar og tæknifólk meta öryggi, gæði og umhverfisáhrif á hverju þróunarstigi nýrrar vöru.
Þegar við þróum vörurnar tökum við til greina bæði tilætlaða og aðra notkunarmöguleika, til að koma auga á og draga úr mögulegri ógn við öryggi.
Hver vara þarf að fara í gegnum langt prófanaferli og hún fer ekki í sölu fyrr en við erum alveg fullviss um að hún sé örugg. Jafnvel eftir að varan er sett á markað höldum við áfram að meta þær og prófa reglulega og gera endurbætur á þeim ef þörf krefur.
IKEA á tvær tilraunastofur, eina í Älmhult í Svíþjóð og eina í Sjanghæ í Kína. Á tilraunastofunum prófum við vörur samkvæmt fjölda mismunandi staðla á ólíkum sviðum, til dæmis efnasambönd, eldvarnir, yfirborðsefni, tæringu, ljós og raftæki, notagildi og endingu, þvott og samsetningu.
Prófin sem gerð eru á rannsóknarstofunni í Svíþjóð leika líka lykilhlutverk í vöruþróun okkar. Með því að nýta rannsóknarstofuna snemma í ferlinu fullvissum við okkur um að við notum hentugasta efnið hverju sinni og að byggingin sé endingargóð og örugg. Það gefur okkur dýrmætar upplýsingar sem við getum nýtt við áframhaldandi vöruþróun.
Rannsóknarstofan okkar í Svíþjóð styður vöruþróun með því að framkvæma 15.000-16.000 mismunandi prófanir á ári.
Við vitum að leikur er lykillinn að því að læra á lífið. Hann eflir þroska og gerir okkur meira skapandi, sterkari og virkari. Árið 2014 setti IKEA á markað sirkusrólu, GUNGGUNG, sem átti að hvetja til meiri leiks og skemmtunar á heimilinu. Aðeins nokkrum vikum eftir að hún fór í sölu þurfti þó að innkalla róluna. Það kom í ljós að fyrstu prófanir höfðu ekki tekið tillit til höggþunga og burðarþols ef hoppað væri í rólunni. Eftir umfangsmiklar endurprófanir kom GUNGGUNG aftur í verslanir, og er nú vottað að hún standist allar tegundir af barnaleik og -fjöri.
Eins mikið og IKEA elskar litríkar vörur fyrir börn þá koma litarefni sem eru, eða grunur leikur á að séu, krabbameins- eða ofnæmisvaldandi aldrei til greina. Málningin í MÅLA línunni inniheldur engin skaðleg efni. Bara svona til öryggis ef barn skyldi vilja bragða á fallegu litunum.
Efnasambönd leika mikilvægt hlutverk í framleiðslu á IKEA vörum. Þau gefa efnum sérstaka áferð og fallega liti. Límefni gera vörurnar okkar sterkar. Málning og annað lakk verndar vörurnar gegn rispum, tæringu og raka. Með öðrum orðum: Við komumst ekki hjá því að nota efnasambönd. Við erum þó mjög ströng þegar kemur að því að vali á efnum sem við notkum.
Markmið okkar er skýrt: Að gera allt sem við getum til að tryggja að vörurnar okkar innihaldi ekki efnasambönd sem geti verið skaðleg heilsu fólks eða umhverfinu. Við erum stolt af því að hafa tekið frumkvæði að því að hætta notkun skaðlegra efna – oft áður en löggjöf skyldaði okkur til þess. Með því að flokka efnasambönd saman getum við hætt notkun heilu flokka skaðlegra efnasambanda í stað þess að hætta notkun eins og nota annað skaðlegt í staðinn.
Reglur IKEA um efnasambönd eru byggðar á ströngustu mögulegu lagakröfum. Þær eru uppfærðar reglulega þannig að þær samræmist nýjustu upplýsingum frá opinberum eftirlitsstofnunum, frjálsum félagasamtökum, skýrslum vísindamanna og neytendum. Það þýðir að við göngum oft lengra en lög krefjast til að skapa öryggi við framleiðslu, meðhöndlun og notkun á IKEA vörum.
Bisphenol A (BPA) er efnasamband sem notað er víða og sannað er að hafi skaðleg áhrif á heilsu fólks. Árið 2006 ákvað IKEA að hætta alfarið notkun á BPA í barnaleikföngum. Árið 2012 gengum við lengra og hættum notkun á BPA í öllum vörum sem komast í snertingu við mat eins og matarílát, eldhúsáhöld og flöskur.
Með því að bæta ekki skaðlegum efnasamböndum í vörur og efni gefum við þeim lengra líf því þannig er öruggt að endurvinna og endurnota þær.
Hvenær sem IKEA kannar notkun á nýju efni er það metið frá öryggis-, gæða- og sjálfbærnisjónarmiði áður en tekin er ákvörðun um að nota það í IKEA vörur.
Til dæmis PFA efni sem hrinda frá sér vatni og óhreinindum og eru stundum notuð í vefnaðarvöru, en rannsóknir sýna að þau hafa skaðleg áhrif á fólk og umhverfið. IKEA ákvað að hætta notkun á öllum efnum í flokki PFA efna í vefnaðarvöru og nota í staðinn öruggari valkosti sem valda ekki skaða.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn