Þegar kemur að góðu vinnuumhverfi skiptir máli að hafa gott skipulag, gott aðgengi að hlutunum og að rýmið sé snyrtilegt. Fyrirtækjaþjónusta IKEA aðstoðar fyrirtæki af ýmsu tagi við að velja húsbúnað, halda utan um pantanir og taka saman vörur svo eitthvað sé nefnt. Líftæknifyrirtækið Alvotech nýtti sér sérfræðiþekkingu fyrirtækjaþjónustunnar til að innrétta nýjar rannsóknarstofur í Klettagörðum sem verð í notkun á meðan nýtt rannsóknarhús er í byggingu í Vatnsmýrinni. Ásgeir hjá fyrirtækjaþjónustu IKEA sá um ráðgjöf við val á húsbúnaði og leiðbeiningar við skipulagningu rannsóknarstofanna. Á myndunum má sjá hvernig eldhúsinnréttingar voru notaðar til að skapa skilvirka og vel skipulagða vinnuaðstöðu fyrir vísindamenn í lyfjageiranum.